Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 177
Skírnir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna 175
orðið þess var, æ betur og betur, að heilbrigði þjóðarinnar
stendur augljós hætta, einkum berldahætta, af alþýðufræðsl-
unni, eins og henni er ntí háttað.“ Fullyrðir hann, að menn
með smitandi berkla hafi stundum verið ráðnir til að kenna
börnum og að börn með smit séu stundum vistuð með heil-
brigðum börnum. Þegar greinin er rituð, þ. e. 9 árum eftir
setningu fræðslulaganna, voru komin upp sérstök skólahús í
öllum skólahéruðum, en þau voru þá 51 talsins og bömin
um 3000. Á hinn bóginn vom sérstök skólahús aðeins á 35
stöðum i fræðsluhéruðum, en kennt var á 417 kennslustöð-
um, og barnafjöldinn var um 5000. Flest þessi böm voru því
raunverulega skólalaus og urðu að vera á hrakningi milli mis-
jafnra kennslustaða. Kennslan fór fram „í bæjarhúsum, stund-
um í baðstofunni — innan um fólkið, eða í afþiljuðu staf-
gólfi eða í framhýsi, gestastofu eða samkomuhúsi eða þing-
húsi“, segir landlæknir. Á ýmislegt fleira varðandi skólahald
minnist hann, en greininni lýkur með þessum orðum: „Menn-
ingu og heilsu komandi kynslóða er ekki borgið, fyrr en komið
er upp góðum skólahúsum yfir börnin í hverri sveit á land-
inu og börnunum fengnir góðir kennarar og strangt eftirlit
á kennslunni og aðbúnaði bamanna“.
Ekki var landlæknir einn lækna um þá skoðun, að heilsu
þjóðarinnar stafaði hætta af skólahaldi. Höfðu nokkrir hér-
aðslæknar bent á nauðsyn þess, að komið væri á eftirliti með
skólum og nefnt sérstök dæmi máli sínu til sönnunar, t. d.
um berklasmitun. Stöku héraðslæknar höfðu þegar tekið að
líta eftir skólum að eigin frumkvæði.
Bréf stjómarráðsins er stutt, og verður það því birt hér, að
undanteknu niðurlagi:
„Stjórnarráðið hefir ákveðið, að allir barna- og unglinga-
skólar skuli háðir eftirliti hlutaðeigandi héraðslæknis og að
skóla- og fræðslunefndir skuli skyldar að gera héraðslækni
aðvart á hverju hausti um fyrirhugaða bamafræðslu og for-
stöðumenn unglingaskóla um fyrirhugaða unglingafræðslu og
biðja héraðslækni að líta eftir:
1. að herbergi þau, sem ætluð eru nemendum, séu þannig úr
garði gerð og svo vel umgengin, að heilsu nemenda sé eigi