Skírnir - 01.01.1957, Page 182
180
Benedikt Tómasson
Skírnir
öllum aldri til þess að gera sér grein fyrir því, hvort bam
þroskist eðlilega eða ekki, hvort það sé of feitt, vannært eða
vanheilt. Nú er flestum orðið ljóst, að slíkar töflur veita ekki
mikla vitneskju um þetta og sízt meiri en glöggt læknisauga,
og þær geta jafnvel villt lækna í dómum sínum. Er því notk-
un þeirra gagnrýnd mjög erlendis. Fyrir þessu verður þó
ekki gerð nánari grein hér.
Aðra grein um skólaeftirlit, samnefnda hinni fyrri, ritaði
Guðmundur í Hbs. árið 1926, og er sú grein miklu rækilegri
en hin fyrri, en aðalefni hennar hið sama. Birtir höfundur
þar heilsufarsseðil, til þess ætlaðan að skrá á hann niðurstöð-
ur skólaskoðunar og aðrar upplýsingar um heilsufar hvers
bams. Einnig gefur hann læknum leiðbeiningar um gerð skóla-
skoðunarskýrslna. 1 upphafi greinarinnar segir m. a. svo:
„Skólaskoðanir em fyrirhafnarsamar, og sá einn leysir þær
vel af hendi, sem hefir áhuga fyrir starfinu og fullan skiln-
ing á því. Hins vegar er það víst, að skólaeftirlitið getur ver-
ið bæði skemmtilegt og afar nytsamlegt. Það gefur læknum
meðal annars tækifæri til þess að hafa holl áhrif á ungu kyn-
slóðina, forða henni frá heilsutjóni og útbreiða hvers konar
menningu í landinu.“ Um lækningar og endurbætur farast
höfundi svo orð: „Þegar sjálfri skólaskoðuninni er lokið, byrjar
alvarlegasti þátturinn: aðgerðir og endurbætur. Öll skoðunin
er gerð í þeim eina tilgangi að bœta úr því, sem aS er. Ætíð
finnast börn, sem beinlínis þurfa einhverja aðgerð eða lækn-
ishjálp. Hana verða þau að fá. ... Og ráðstafanir og fyrir-
skipanir eru ekki nógar. Læknirinn verður að skrifa þær sér
til minnis og sjá um eftir megni, að þær séu framkvæmdar.
. . . Svipað er að segja um það, sem miður fer um húsakynni,
útbúnað, hreinlæti o. þvíl. Allt er undir því komið, að úr
þessu sé bœtt. 1 öllu þessu þarf einbeitni, hagsýni, lipurð og
lag, ef ganga skal. Ef einu eða fleiri atriðum er kippt í lag
á hverju ári, þá safnast þegar saman kemur. Hvert ár þarf
á8 flytja nokkra framför.“