Skírnir - 01.01.1957, Side 186
184
Benedikt Tómasson
Skirnir
í fyrsta sinn. Erlendis eru kennarar víða viðstaddir skoðun,
en hér á landi mun það ekki tíðkast. Erlendis hefir það og
færzt í vöxt, að skólalæknar séu heilsufarslegir ráðunautar um
starfsval, þar sem skólar hafa slíkt með höndum, og ef þess
er æskt, að nemandi vinni í sumarleyfi, þarf skólalæknir að
samþykkja það. Elér á landi er ekki um neitt slikt að ræða,
enda er hér engin löggjöf um vinnuvernd á unglingsárum.
Starf skólahjúkrunarkonu er margþætt og mjög mikilsvert
og raunar skilyrði fyrir því, að heilbrigðisþjónusta skólanna
komi að verulegu gagni. Efún fylgist með heilsufari nemenda,
klæðnaði þeirra, líkamsþrifnaði og aðbúð og er tengiliður
milli skóla og heimilis um allt, sem varðar heilsuverndar-
starfið. Elún kynnir sér niðurstöður skólalæknis, veitir leið-
beiningar um meðferð heilsutæpra nemenda, að svo miklu
leyti sem skólalæknir gerir það ekki sjálfur, kemur á fram-
færi við skólalækni nemendum, sem á því þurfa að halda, til-
kynnir foreldrum það, sem athugavert kann að finnast við
heilsufar barns þeirra, fer inn á heimili, þegar ástæða þykir
til, kynnir sér heimilishætti og leggur foreldrum ráð, fylgist
með því, að farið sé að fyrirmælum skólalæknis um meðferð
vanheilla nemenda og tilvísanir til annarra lækna, innir af
hendi ýmsar rannsóknir, t. d. berklapróf, vigtun og mælingu,
fylgist með umgengni og hreingerningu á skólahúsi og hús-
munum, gerir að sárum nemenda, sem meiðast kunna, ann-
ast um kaup á lyfjum og umbúðum fyrir skólann o. fl.
Tilgangur skólaeftirlits er í aðalatriðum tvíþættur. Annars
vegar er hann fólginn í því að leita uppi kvilla, sjúkdóma og
ágalla og sjá um, að nemendur eigi kost nauðsynlegrar lækn-
ismeðferðar eða annarrar tiltækilegrar hjálpar. Hins vegar er
hann fólginn í því að reyna að bægja frá baminu hverju því,
er hættulegt getur verið heilsu þess og þroska, þ. e. stuðla að
því að skapa barninu hollt umhverfi í víðustu merkingu þess
orðs. Slíkar aðgerðir eru að vísu ekki nema að litlu leyti á
færi heilbrigðisstarfsliðs skóla, enda koma þar margir aðilar
til skjalanna. Nefna má t. d. eftirlit með svefntíma, mataræði,
klæðnaði, vinnu og húsakynnum, en auk þess nútíma-geð-
verndarstarfsemi.