Skírnir - 01.01.1957, Page 196
194
Benedikt Tómasson
Skírnir
ugri og rækilegri berklavarnarstarfsemi, en hins vegar af stór-
bættum lífskjörum.
Berklaveiki í skólabörnum.
1932 1935 1936 1940 1944 1948 1953
c p c p B H s
u
Smitandi og ekki « « al a! « s! m al M al M cst
leyfð skólavist Ekki smitandi og 9 .1,4 17 2,0 7 0,6 35 2,6 11 0,8 7 0,5 6 0,4
leyfð skólavist 111 17,4 172 20,6 171 13,4 27 2,0 56 4,1 71 5,0 29 1,8
Við þessar tölur er ýmislegt að athuga. Árið 1932 vantar
skýrslur um skólaskoðun úr 7 læknishéruðum og árið 1935
úr 9, þar á meðal úr Reykjavík bæði árin. Fram til þess tíma,
er berklayfirlæknir tók til starfa, var allmikið ósamræmi í
mati lækna á því, hverjir skyldu teljast berklaveikir, þeirra
sem smitaðir voru. Töldu sumir læknar öll jákvæð börn
berklaveik, en aðrir aðeins þau, sem einhver einkenni höfðu
um veikina, og hefir mat á þeim einkennum einnig verið
á reiki. Eftir tilkomu berklayfirlæknis fengu læknar í hend-
ur miklu nákvæmari skilgreiningu á veikinni, svo og hvað
telja bæri virka og óvirka berklaveiki. Eru eftir það miklu
færri böm talin með óvirka berklaveiki, en hlutfallslega fleiri
með virka. Fyllilega sambærilegar eru því tölumar varla
fyrr en eftir 1940.
Við berklapróf, sem gert var á nokkrum stöðum á land-
inu á árunum 1911—20, reyndust 30—65,5% skólabama
jákvæð, en við berklapróf á 7—14 ára börnum árið 1953 að-
eins 6,7%.
Næmar sóttir. Ef næm sótt kemur upp í skóla eða á heim-
ili nemanda, ber skólalækni að gera ráðstafanir til að hefta
hana, einangra nemandann í skólanum, ef um heimavistar-
skóla er að ræða, en banna honum skólagöngu, unz hann er
hættur að smita, ef um heimangönguskóla er að ræða. Fyrir
getur komið, að loka þurfi skólum til þess að tefja eða koma
í veg fyrir útbreiðslu næmrar sóttar, en þó er það ekki gert,
ncma til þess þyki brýn ástæða, og þeirri ráðstöfun er nú
aðallega beitt, ef um er að ræða skæðan mænuveikisfaraldur