Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 197
Skírnir Heilbrigðiseftirlit i skólum og kvillar skólabarna
195
eða inflúenzu, sem breiðist mjög hratt tit. Annars fara var-
úðarráðstafanir eftir því, hve alvarleg sóttin er og að hve
miklu gagni má ætla, að ráðstafanir komi. (Við tilteknum
sóttum er ætíð skylt að beita sóttvörnum, en um þær verður
ckki rætt hér.) Við venjulegt kvef eru varúðarráðstafanir þýð-
ingarlausar og raunar óframkvæmanlegar. Þegar um er að
ræða næmar sóttir, sem hiti fylgir, kemur af sjálfu sér, að
nemandi sækir ekki skóla, fyrr en hann er orðinn heilbrigður,
en oft hefir hann þá smitað, áður en hann lagðist, og eftir
sumar sóttir verður að bægja nemendum frá skóla um skeið,
þó að þeir teljist orðnir heilbrigðir.
Um farsóttir á skólaaldri eru ófullkomnar heimildir, með
því að framtöl í farsóttaskýrslum eru miðuð við aðra aldurs-
skiptingu (5—10 og 10—15 ára). Hins vegar eru langflest
tilfelli af sóttum, sem valda ævilöngu ónæmi á börnum fyrir
skólaaldur og á, þó að fullorðnir geti fengið þær. Verður nú
stuttlega minnzt á nokkrar farsóttir, sem eru sérstaklega al-
gengar á börnum, en tilgreindar tölur eiga þó við fólk á öllum
aldri. Um tölurnar ber þess að geta, að þær gefa einungis til
kynna skráS tilfelli, en þegar um vægar sóttir er að ræða, er
læknis ekki nærri ætíð vitjað og tilfelli þá ekki skráð. Má því
gera ráð fyrir, að raunveruleg tilfelli séu ætíð fleiri en skráð
tilfelli og stundum miklu fleiri.
Mislingar ganga yfir í misstórum bylgjum, og getur yfir-
ferð um landið tekið 1—2 ár. Veikin var miklu skæðari hér
á landi áður fyrr. Er áætlað, að í mislingafaraldri árið 1882
hafi dáið um 1700 manns úr henni. Draga má mjög úr þyngd
veikinnar eða jafnvel koma í veg fyrir hana, ef gefinn er blóð-
vari (blóðvatn), en gefa verður hann, eftir að sjúklingur hefir
smitazt og áður en vart verður sjiikdómseinkenna, til þess að
hann komi að gagni. Sjúklingur hættir að smita, þegar útþot
eru horfin og hann orðinn kveflaus, en einangrun er yfirleitt
gagnslaus, með því að menn smita frá sér nokkra daga, áður
en þeir veikjast.