Skírnir - 01.01.1957, Síða 200
198
Benedikt Tómasson
Skirnir
ar dæma um þá. Sumir telja allt fram, hversu lítilf jörlegt sem
vera kann, en aðrir einungis það, sem brögð eru að. Getur af
þessari ástæðu skakkað mjög miklu í framtölum. Leiðir af
þessu, svo og af því, hve skýrslur bárust slitrótt framan af, að
ókleift er að gera samanburð, sem nokkurt mark er á tak-
andi, á tíðni kvilla fyrr og nú — með örfáum undantekn-
ingum. En til nokkurrar huggunar þeim læknum, sem hér
eiga hlut að máli, skal þess getið, að sama ringulreiðin er á
þessu í grannlöndum okkar, þar sem ég átti kost á að kynn-
ast skólaeftirliti.
Lús og nit. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hér
moraði af lús á umliðnum öldum. En víðar var pottur brot-
inn en hér á landi. f skýrslu skólalækna í Kaupmannahöfn
um síðustu aldamót segir á þessa leið um börnin: „De til
bæltestedet afklædte skolerekrutter afgav som regel et temme-
ligt trist billede. De var otroligt snavsede, huden af gusten
grá farve, fuld ar loppestik. I háret var der hyppigt utoj og
næsten altid perlerader af luseæg. Undertojet var laset og
udbredte en frygtelig odeur — det samlede indtryk kort sagt
meget uappetitligt.“ Enn er lús ótrúlega lífseig í landinu.
Árið 1953 fannst lús eða nit við skólaskoðun í 36 læknis-
héruðum á alls 447 bömum. f einu héraði vom 50 börn af
59 með lús eða nit og í öðru tæpur þriðjungur. Lús er nú tal-
in horfin í Reykjavík, en berst stundum að. Ekki er að efa, að
skólaeftirlitið hefir haft áhrif til útrýmingar á lús. Hafa lækn-
ar vafalaust gert sér betri grein fyrir þessum ófögnuði, þegar
þeir tóku að skoða skólabörn, og auk þess gaf eftirlitið tilefni
til beinna afskipta. Starf hjúkrunarkvenna hefir átt mjög
mikinn þátt í að uppræta lús í kaupstöðum. Sjá má af Hbs.,
að sumir læknar hafa gert röggsamlega gangskör að því, að
uppræta lús í héruðum sínum, og einn læknir boðaði t. a. m.
til almenns fundar í því skyni.
Geitur eru nú horfnar og kláði er mjög fátíður.
Lús eSa nit i skólabörnum.
1925 1936 1946 1953
Reykjavík ......... 247%o 26,1 %o 7,7%o 0,6%o
Aðrir landshlutar . 164,0%o 118,4%o 43,1 %o