Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 203
Skímir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna 201
flestum tilfellum styðjast við fremur smávægilegar aflaganir
á brjóstgrind, líklega aðallega uppbrett rifjabörð, þó að fleira
komi til máLa, og eru næsta litlar líkur til, að þetta hafi
nokkur áhrif á líðan og heilsu bamanna.
Beinkramareinkenna er ekki getið í dönsku skýrslunum,
sem við var stuðzt, sennilega af þvi, að um þau þyki einskis
vert.
Hryggskekkja. Hryggur getur skekkzt frá hlið til hliðar
(hliðbeygja) eða beygjur hans fram og aftur færzt úr lagi. Er
þá ýmist um að ræða auknar beygjur, bungubak um brjóstliði
og söðulbak um lendaliði, sem oft fer saman — eða minnkaðar
beygjur, sléttbak. Orsakir hryggskekkju geta verið margar,
t. d. sjúkdómar í hrygg, slakir eða lamaðir vöðvar, stytting á
öðrum fæti, gölluð sjón á öðru auga eða heyrn á öðru eyra,
óheppilegar stellingar við störf o. fl. Vafalaust geta skólasetur
valdið hryggskekkju eða a. m. k. aukið hana, ef borð og stól-
ar hæfa ekki nemendum, og margir hafa illan bifur á skóla-
töskum, sem bornar eru á annarri öxl. Erlendis hafa verið
gerðar athuganir á því, hvem þátt skólasetur gætu átt í
hryggskekkju, og hefir komið í ljós, að hún er álíka algeng
á börnum, áður en þau hefja skólagöngu og eftir það. Þess
er þó að geta, að þar sem rannsóknir hafa verið gerðar, eru
notaðar margar stærðir skólaborða og víða einsett í skóla, en
hvergi þrísett. Er auðsætt, að öðru máli gegnir, þar sem ókleift
er að velja börnum sæti við hæfi þeirra allra. Hefir þessu
ekki verið gefinn sá gaumur, sem skyldi, hér á landi. Nauð-
synlegt er að leita orsaka hryggskekkju og reyna að ráða á
henni bót, ef nokkur brögð eru að, með því að hún getur vald-
ið þrálátum bakverk, og auk þess getur hún stundum verið
afleiðing af alvarlegum sjúkdómi.
Illa ber læknum saman um greiningu á hryggskekkju,
þegar litil brögð eru að, og er það ekki óeðlilegt. Þegar dæmt
er um líkamsburð, verður að miða við tiltekna fyrirmynd,
en hún er í aðalatriðum á þessa leið: Hryggur er að heita má
beinn frá hlið til hliðar, báðar axlir í sömu hæð og líkams-
helmingar nokkurn veginn samsvarandi. Höfuð ris beint upp
frá bol, axlir standa beint út, en ekki fram eða niður, bringu