Skírnir - 01.01.1957, Page 205
Skírnir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna 203
getur valdið þrautum og þarf aðgerða við, ef nokkur brögð
eru að. Erlendis er altítt, að skólabörn með ilsig fái í hendur
leiðbeiningar um einfaldar fótaæfingar, er þau geta iðkað
heima hjá sér. Geta þær vafalaust orðið að gagni, svo fremi
að nokkuð verði úr framkvæmdum. Ekki ber læknum held-
ur vel saman um, hvað telja beri ilsig. Ef marka má tölurnar,
er ilsig mun algengara á dönskum skólabörnum en íslenzk-
um, að undanskildum skóla IV, sem hefir einnig um það al-
gera sérstöðu, vafalaust af sömu ástæðu, sem tilgreind var
um beinkröm og hryggskekkju.
Um stækkun á kverklum er álíka erfitt að dæma og margt
annað, ef stækkunin er ekki svo mikil, að barnið hafi óþæg-
indi af. Eitlavefur vex meira en nokkur annar vefur líkam-
ans fram að 10—11 ára aldri, en rýrnar mjög eftir það. Þótt
kverklar séu allstórir á þessum árum, minnka þeir venju-
lega síðar og valda sjaldan óþægindum, ef ekki er skemmd
í þeim.
Sjóngallar eru einkum nærsýni, fjærsýni og sjónskekkja,
en rangeygð er líka hættuleg sjón. Eftirlit með augum skóla-
nemenda er afarmikilvægt. Því rniður koma ekki í ljós allir
sjóngallar við próf þau, sem venjulega eru notuð í skólum,
sérstaklega ekki fjærsýni. I Kaupmannahöfn nota fleiri börn
gleraugu en í Reykjavik, þ. e. um 12%, flest vegna fjær-
sýni (8%). Nærsýni eykst oft á skólaárum, með því að aug-
að vex meira fram og aftur en í aðrar áttir. Tölumar úr
Reykjavík láta nærri, borið saman við erlendar tölur, að und-
anskilinni tölu úr skóla IV, sem fær ekki staðizt, og er senni-
lega um misritun eða mistalningu að ræða. Um 1% bama
hefir svo lélega sjón, að þau geta ekki fylgzt með í venju-
legum skóla. Erlendis eru slík böm höfð í sérstökum skólum,
nota stækkunargler auk gleraugna, og handa þeim em gefn-
ar út bækur með stóru letri
HeyrnarcLeyfa, sem brögð em að, er fremur fátíð. íslenzku
tölunum ber vel saman við erlendar tölur, nema úr skóla IV,
en þar hefir ekkert barn fundizt með heyrnardeyfu.
Málgallar eru einkum stam, smámæli, kverkmæli og nef-
mæli. I Reykjavík eiga málgölluð börn kost á sérstakri