Skírnir - 01.01.1957, Side 208
TVÆR DOKTORSRITGERÐIR.
1. DOKTORSIUT KRISTJÁNS ELDJÁRNS
eftir Jan Petersen.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr lieiðnum sið á ís-
landi.
Island stendur fyrir hugskotssjónum okkar Norðmanna
margra hverra sem ævintýraland — draumalandið, sem svo
margir okkar hafa ]iráð að sjá. Þar lifðu menn þeir og konur,
sem svo ljóslifandi er lýst í fomum sögum. Landnáma, sem
skýrir okkur frá, hvað landnámsmenn hétu, hvar þeir reistu
sér bú og oft og tíðum, hvaðan þeir voru kynjaðir, veitir
okkur óyggjandi vitneskju um, að allur meginþorri land-
námsmanna kom frá Noregi. Nokkrir komu einnig frá Sví-
þjóð, en aðrir frá Irlandi. Mikill hluti norsku landnámsmann-
anna hafði viðkomu í Vesturvegi, a. m. k. í Skotlandi, Suður-
eyjum (Hebrideseyjum) og Orkneyjum.
Jafnframt eru aðrar heimildir, sem miðla okkur þekkingu
um íbúa Islands á víkingaöld, en það eru fornleifar í jörðu —
haugfé eða lausafundir. Meðal fornleifanna eru vopn, svo
sem sverð, spjót, axir, örvaroddar, skjaldarbólur, ýmiss konar
skartgripir, sem konur þeirrar tíðar báru á Islandi sér til
skrauts. Þá eru og áhöld af ýmsum gerðum, og veita einstök
þeirra nokkra vitneskju um atvinnuháttu landsins að fornu.
Þessir hlutir eru bæði frá landnámsöld og næstu áratugum
á eftir, haugfé a. m. k. allt til ársins 1000, er heiðinn siður
var af lagður og heiðnar grafvenjur við kristnitökuna á Al-
þingi. Þessi tímamörk eru sérstaklega milálvæg fyrir forn-
leifafræðinga til þess að tímasetja fornleifar frá tímabilinu
870—1000. En jafnframt verður að hafa í huga, að fyrstu
landnámsmennirnir eða konurnar kunna að hafa tekið með
sér vopn og skartgripi úr föðurgarði og þeir hlutir síðan verið
grafnir með eigendum sínum. Þá kunna og heiðnir grafsiðir
að hafa haldizt fyrstu ár 11. aldar á afskekktari stöðum.