Skírnir - 01.01.1957, Page 212
210 Tvær doktorsritgerðir Skírnir
kuml, en þeim til viðbótar eru aðeins eitt eða tvö bátkuml
á Islandi.
Annað sérkenni íslenzkra víkingaaldarkumla, miðað við
kuml annars staðar á Norðurlöndum, er, að ekki er kunnugt
um neitt brunakuml. Að skoðun Kristjáns bendir það til þess,
að Islendingar hafi verið sjálfstæðir í grafsiðum, þó að það
geti einnig bent til sterkari menningartengsla við Vestur- og
Norður-Noreg og Vesturhafseyjar, fremur en við aðra staði
á Norðurlöndum, þar sem kunnugt er, að líkbrennsla var
miklum mun tíðari í Austur-Noregi og Svíþjóð og enn frem-
ur á Norður-Jótlandi. Enda þótt svo kynni að fara, að bruna-
kuml fyndust á Islandi — sem engan veginn er óhugsandi —
mundi það tæplega veita mikla vitneskju um þann grafsið.
Haugfé íslenzkra víkingaaldarkumla er fremur fábreytilegt.
Svo sem áður getur, voru 6 af kumlunum á Dalvík eingöngu
beinakuml, fornleifar voru þar engar. Við athugun á skrá Krist-
jáns um fundi kemur í ljós, að í næstum 50 kumlum eru ein-
göngu beinaleifar manna eða hesta, og í flestum hinna kuml-
anna eru aðeins fáar fornminjar. Nokkrir staðir skera sig þó
úr, þar sem um auðugri garð er að gresja í þessum efnum, og
eru helztir þeirra þessir: Kaldárhöfði í Árnessýslu, Sílastaðir í
Ejrj a fj arða rsýshi, Baldursheimur í Suður-Þingeyjarsýslu og
Ketilsstaðir í Norður-Múlasýslu. Á þremur fyrst töldu stöð-
unum voru kuml karla, en þeim síðast nefnda konukuml.
Eftir að bók þessi er rituð, fannst í ágústmánuði 1956 konu-
kuml, ríkulega búið haugfé. Það var í landareign Daðastaða
i Norður-Þingeyjarsýslu, en þar í sýslu höfðu áður aðeins
fundizt fornleifar á tveimur stöðum. 1 kumlinu fundust tvær
kúptar nælur, ein þríblaðanæla, einn hringprjónn, einn arm-
baugur og beltisspöng með tveimur dýrahöfðum til skrauts,
allt úr bronsi. Þá var og steinasörvi með um það bil um 40
glertölum og einni berkristalstölu. Af verkfærum voru auk
tveggja snældusnúða ein sigð og allmargir járntindar af lín-
kambi. Það er i fyrsta skipti, sem þeir hafa fundizt á Islandi,
en allmargir hafa fundizt í víkingaaldarkumlum í Vestur-
Noregi alla leið norður til Vesturáls (Vesterálen) i Norður-
Noregi. Fundarstaðurinn á Daðastöðum var 2—3 km fyrir