Skírnir - 01.01.1957, Side 213
Skírnir
Tvær doktorsritgerðir
211
vestan bæinn, en um 150 metrum fyrir vestan kumlið er
gömul bæjarrúst á stað, sem nefndur er Kleifargerði. Hér
mun því vera svipað farið og um mörg eyðibýli á Rogalandi,
sem að vísu eru flest frá þjóðflutningatímanum, þar sem hin
gömlu bæjarheiti hafa einnig varðveitzt. Á Daðastöðum hlýt-
ur hið forna býli að hafa heitið Kleif.
I öðrum aðalhluta bókarinnar — Haugfé og lausafundir —
er sjálfum fornleifunum lýst rækilegar. Eins og höfundur
gerir sjálfur grein fyrir, benda haugfé og lausafundir fyrst
og fremst til sambands við Noreg, en samt sem áður er mik-
ill hluti þeirra — væntanlega mestur — íslenzk smíði. Nokk-
uð er þó komið frá öðrum löndum, eins og höfundur bendir á.
Athugum vopnin fyrst. Algengust vopn til sóknar í Noregi
voru sverð, þar næst axir og síðan spjót. Á Islandi er þetta
gagnstætt. Þar eru spjótin algengust vopna, en sverð sjald-
gæfust. Það er að vissu leyti sérkenni, en hafa verður í huga,
að gripirnir eru ekki margir. Sverð eru aðeins 16, en talið, að
4, sem nú eru glötuð, hafi fundizt. Af þessum 16 er aðeins
hægt að ákveða gerð 13. Rrimlega helmingur þeirra er af
þeim einföldu gerðum, sem í bókinni De norske vikingesverd
eru kallaðar M- og Q-gerðir. Ég vil þó vekja athygli á því,
að sverðið, sem er lengst til vinstri á 87. mynd, er af yngstu
gerð, Æ, bæði vegna lögunar hjalta og þess, hve lautin eftir
endilöngum brandinum er mjó og djúp. Álitið er, að þess
konar sverð séu frá fyrra helmingi 11. aldar. Hið íslenzka sverð
Æ-gerðar er lausafundur. Meðal hinna sverðanna eru bæði
vestur- og austurevrópskar gerðir. Eitt þeirra — 88. mynd —,
sem fannst i Hrafnkelsdal, er af V-gerð, og á brandi þess
sjást leifar af frankverska nafninu ulfbreht. Ekki er raunar
öruggt, að rétt sé flokkað undir X-gerð sverð, sem fannst í
bæjarrústum í Skallakoti í Þjórsárdal árið 1939. Sjá Forntida
gárdar i Island, bls. 69—70, 2. mynd.
1 eðlilegu framhaldi af þessu fjallar Kristján næst um dögg-
skó þá — 6 að tölu —, sem fundizt hafa á Islandi, og er það
athyglisvert, að þeir eru álíka margir og í Noregi, þó að þar
sé geysimikið um fornleifar víkingaaldar. Aðeins einn hinna
íslenzku döggskóa fannst í kumli á sínum upprunalega stað