Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 214
212
Tvær doktorsritgerðir
Skírnir
fremst á sverðslíðrunum. Var það í bátkumlinu á Hafur-
bjarnarstöðum í Gullbringusýslu, en það var ríkulega búið
karlmannskuml. Sverð það, er döggskórinn fylgdi, var af S-
gerð. Döggskórinn er vel varðveittur og fagurlega skreyttur
í Jalangursstíl. Þrír aðrir íslenzku döggskónna eru einnig í
Jalangursstíl, en aðeins einn í Borróstíl. Sérstæður að gerð er
döggskór frá Ljárskógum í Dalasýslu, en ber þó helzt svip
af Borróstíl. Skrautverkið likist tröllslegri veru, sem lætur fæt-
ur sína hvíla á dýrshöfði — eða eins og Kristján segir: „Frem-
ur er kauðinn ólánlegur, með kringlótt augu og lafandi þursa-
nef“. Döggskó þennan má nokkurn veginn með vissu telja
sjálfstæða, íslenzka smíði.
Spjót hafa hersýnilega verið aðalvopn Islendinga. Alls hafa
fundizt 50 í kumlum, en 16 annars staðar. Meiri hluti spjót-
anna er af K-gerð, en helztu einkenni hennar er mjó fjöður,
oftast löng, og háir hryggir á hliðum. Nokkur eru þó af hin-
um breiðari G-H-gerðum. Sérstakt að gerð er eineggjað spjót
frá Yztafelli í Suður-Þingeyjarsýslu, sbr. 99. mynd, lengst til
hægri. Líkt spjót er að finna í Fornminjasafni Óslóarháskóla
(Universitetets oldsaksamling i Oslo) — C 2326 — frá Fon-
bekk á Ullinsakri í Raumaríki í Austur-Noregi. Spjót það er
víkingaaldarfundur, og er falur þess silfurrekinn.
Axir eru nokkru fleiri en sverð, 23 hafa fundizt í kumlum,
en auk þeirra 6 aðrar. Þær eru af hinni venjulegu H-K-gerð
frá 10. öld. Axirnar á 103. mynd og sú efsta á 102. mynd eru
hins vegar ekki frá víkingaöld.
Áberandi fáir örvaroddar hafa fundizt, aðeins 9. Það kann
að stafa af því, að járn varðveitist illa í íslenzkum jarðvegi,
en örvaroddar eru stuttir og grannir. Svipuð skýring getur
verið á þvi, að aðeins eru varðveittar 8 skjaldarbólur og fæst-
ar þeirra heilar.
1 Austur-Noregi hafa einkum fundizt fleiri munir úr kuml-
um karla en kvenna frá víkingaöld. Eftir því sem ég fæ hezt
séð af bók Kristjáns — kaflanum Kumlatali — og beinagrein-
ingu próf. Jóns Steffensens og að nokkru af tegund haugfjár,
er ekki mikill munur á fjölda karla- og kvennakumla, um
það bil 60 á móti 50.