Skírnir - 01.01.1957, Side 216
214
Tvær doktorsritgerðir
Skírnir
neskri gerð. önnur keðjunælan fannst sérstök á Gautlöndum
í Suður-Þingeyjarsýslu, en hin er úr kumli á Vaði í Suður-
Múlasýslu. Á miðri þeirri keðju (128. mynd) er lítil hrons-
plata í Borróstíl. Að lokum er þess að geta, að í konukumli
á Komsá í Austur-Húnavatnssýslu voru tvær tungulaga brons-
nælur í Jalangursstíl, en trúlega hafa slíkar nælur gegnt sama
hlutverki á búningi kvenna sem kúptu nælurnar.
Bæði í kumlum karla og kvenna hafa fundizt hringprjónar
úr bronsi. Einn þeirra úr konukumli á Kroppi í Eyjafjarðar-
sýslu (139. mynd) er með mjóa ferhymda bronsplötu festa
efst á prjóninum, og em 5 göt á plötunni. Hér er um ein-
stæðan grip að ræða.
Sjö hringprjónar af vesturskozk-írskri gerð hafa fundizt
sem lausafundir á Islandi. Nýlega hefur einnig fundizt slík-
ur prjónn í kumli í Færeyjum. Þeir eru hins vegar ekki kunn-
ir í Noregi, og án efa hefur Kristján rétt fyrir sér, er hann
bendir á, að prjónar þessir staðfesti samband milli Islands og
eyjanna í Vesturvegi.
Geta skal hér einnig um 4 kringlóttar kingur úr bronsi í
Borró- og Jalangursstíl, 141. og 142. mynd, auk þess einnar
kingu með mannsandliti, og líkist hún mjög þremur norsk-
um kingum. Síðastnefnda kingan fannst í kumli við Bangá
og vitnar um samskipti við Noreg, eins og Kristján bendir á.
Margar sörvistölur hafa fundizt í íslenzkum kumlum, og eru
flestar þeirra úr gleri eins og í Noregi, en einnig hafa fund-
izt nokkrar sörvistölur úr rafi, bergkristalli og agati, sömu-
leiðis úr klébergi og surtarbrandi. Eitt dæmi er þess, að brons-
met hafi verið gegnborað og notað sem sörvistala. Það fannst
í konukumli á Dalvík. 1 karlmannskumli í Reykjaseli í Norð-
ur-Múlasýslu fannst steinasörvi með 34 tölum, þar af 15 raf-
tölur, 14 glertölur, 4 steintölur og ein blýtala. Hliðstæða þessa
steinasörvis hefur ekki fundizt i Noregi. 1 öðru karlmanns-
kumli kváðu hafa fundizt 13 sörvistölur.
Nokkuð sérstæðir skartgripir eru tvær bjöllur úr bronsi,
báðar fundnar í kvennakumlum, önnur á Brú í Árnessýslu,
en hin á Kornsá í Austur-Húnavatnssýslu. Ekki hafa bjöllur
af þessari gerð fundizt i Noregi, en í Heiðabæ og Bjarkey