Skírnir - 01.01.1957, Page 221
Skírnir
Tvær doktorsritgerðir
219
biblíu. Aftan við er orðaskrá (Wortregister), sem er til mik-
ils hægðarauka þeim, sem nota sér þetta mikla fræðirit.
Um markmið sitt með verkinu farast höfundi svo orð:
Die vorliegende Untersuchung . . . hat eine doppelte
Aufgabe zu erfiillen. Sie soll einerseits einen Querschnitt
durch die isl. Sprache des 16. Jahrhunderts uberhaupt
vermitteln, d. h. alle Möglichkeiten, die damals in der isl.
Sprache lagen, soweit sie in der GB in Erscheinung treten,
registrieren, anderseits soll sie aber auch zeigen, wie diese
Möglichkeiten in einer bestimmten sprachlichen Schicht,
in der 2. Halfte des 16. Jahrhunderts von Bischof Guð-
brandur Þorláksson auf Hólar gedruckten religiösen Uber-
setzimgsliteratur, verwirklicht sind (bls. 4).
Síðar í innganginum takmarkar höfundur þetta raunar all-
mjög, þar sem hann segir, að sér hafi ekki unnizt tími til að
gera til hlítar grein fyrir orðaforða og setningafræði (bls. 7).
Það væri ósanngjarnt að saka höfund fyrir þetta. Verk hans
er sjálfstæð heild og mjög mikilsvert framlag, þótt hann hafi
enn ekki gert máli bókarinnar full skil frá öllum sjónarmið-
um. Það skal einnig fúslega viðurkennt, að fá má mikla hug-
mynd um orðaforða Guðbrandsbiblíu af verkinu, þótt æski-
legt hefði verið, að hann hefði samið — eða semji — orða-
safn svipað því, sem Jón Helgason gerði í bók sinni MáliS á
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (Safn Fr. VII). Frá
sjónarhól setningafræði er bókin hins vegar ekki mikils virði.
Væntanlega á höfundur eftir að gera þessum verkefnum betri
skil síðar, enda hlýtur hann að eiga í fórum sínum margs
háttar drög að þeim.
Sem heild er bókin mikið þrekvirki. Hún er rituð af vís-
indalegri gjörhygli og vöndugleik, ber vitni um mikla þekk-
ingu á íslenzkri tungu og kunnáttu í vinnubrögðum. Það má
vera, að öðrum en harðsoðnum málfræðingum þyki hún ekki
skemmtilestur, en hún er ekki heldur öðrum ætluð.
Til þess að hægt verði að skrifa af nokkurri nákvæmni sam-
fellda þróunarsögu íslenzkrar tungu, er nauðsynlegt, að fram
hafi farið áður rannsókn á málinu á tilteknum tímabilum. Á
þessar einstöku rannsóknir hefir allmjög skort — sem eðli-