Skírnir - 01.01.1957, Síða 227
Skirnir
Tvær doktorsritgerðir
225
á sér sakir uppruna. Eftir að ég gerðist kennari, minnist ég
þess, að ég fékk oft ritháttinn dýrðlegur í stílum. Hér var
áreiðanlega ekki um bókleg áhrif að ræða. Nemendurnir not-
uðu þennan rithátt vegna þess, að hann átti stoð í framburði
þeirra. Ekki skal ég fullyrða, hvort framburður þessi er stað-
bundinn. En mér er nær að halda, að svo sé ekki.
Einnig má geta þess, að ég þekki framburðinn dýrðlingur,
þ. e. [dirðliqgYr] í stað dýrlingur, þ. e. [þirliijg'Yr]. Orðsins
dýrðlingur er getið í Blöndalsbók. Og til er í nýlegu riti orðið
dýrÖlingun:
koma fram með rök á móti dýrðlingun hins sæla manns.
J. P. Austant. III, 69 (Ob.).
Frá fyrri tímum má einnig finna dæmi um orðið dýrðleiki:
Fiorkauped Guds Sonar / er langt um kroptugra . . .
af dyrdleika sijnum og Giæsku. Antid. 221 r. (Ob.).
Ég þekki hvorki orðið dýrSleiki né dýrðmœtur úr mæltu
máli.
Bls. 154. Hér getur höf. þess, að í Guðbrandsbiblíu komi
fyrir orðmyndin leideligt, þótt tíðari sé orðmyndin leidenligt.
1 nútímaíslenzku kveður hann aðeins koma fyrir leiSinlegur.
Þetta er án efa rétt, ef miðað er við ritmál. En þess vil ég
geta, að ég þekki úr nútímamáli framburðinn leiSilegur. Vafa-
laust er hann þó sjaldhafður.
Bls. 196. Hér ræðir höfundur um orðmyndirnar kóngur og
konungur. Um þær farast honum svo orð:
Nisl. ist kóngur vor allem in der Umgangssprache ge-
brauchlich, wáhrend konungur der mehr stilisierten
Sprache angehört. (Bls. 196).
Síðan vitnar höfundur til Stefáns Einarssonar. En Stefán
segir í rauninni allt annað. Hann kveður svo að orði, að kóng-
ur sé “less formal” en konungur (Icelandic, bls. 386), og það
er alveg rétt. En bæði orðin heyra allt um það jafnt til tal-
málinu. Ég efa, að kóngur sé meira talmálsorð en konungur,
nema hvað alltaf er talað um kóng í spilum og tafli, aldrei
konung. 1 tilteknum stíl, t. d. ævintýrastíl, er mjög oft notað
kóngur (Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu o. s.
frv.).
15