Skírnir - 01.01.1957, Page 231
RITFREGNIR.
Alexander Jóhannesson: Islandisches etymologisches
Wörterbuch. A. Francke AG. Verlag. — Bern 1956. —
XXIII+1406 bls., 8vo.
Tæplega mun nokkur sá, sem lesið hefur með athygli for-
mála þessarar bókar, — hinnar fyrstu upprunaorðabókar, sem
samin hefur verið um íslenzka tungu foma og nýja, og hefur
kynnt sér hana til nokkurra muna, hika við að telja hana til
stórvirkja, er marki tímamót í sögu íslenzkra — og raunar
germanskra — málvísinda.
Höfundur bókarinnar, prófessor Alexander Jóhannesson,
hefur verið kennari í íslenzkri og germanskri málfræði við
Háskóla Islands hátt á fjórða áratug, samið fjölda rita og rit-
gerða málvisindalegs efnis, unnið öllum öðrum framar að því,
að hin veglegu húsakynni Háskóla Islands, þau er hann hef-
ur nú aðsetur í, risu af gmnni, en hefur auk áður taldra
starfa unnið um aldarfjórðungs skeið að orðabók þessari, sem
birtist loks í heild fyrir einu ári. Aðstoðar naut hann aldrei
við samning bókarinnar, fyrr en að því kom að búa hana
undir prentun. Samning orðabókar sem þessarar væri mörg-
um manni ærið ævistarf, þótt engu öðm þyrfti að sinna. En
þegar þess er gætt, að bókin er aðeins hluti af störfum höf-
undarins, dylst engum, hve frábær afkastamaður hann hefur
verið um ævina.
Eins og fyrr segir, er orðabók þessi fyrsta íslenzka uppmna-
orðabókin, sem fjallar bæði um fommál og nýmál. I norræn-
um upprunaorðabókum og öðmm germönskum upprunaorða-
bókum, sem út hafa komið á undan þessari, hefur nálega ein-
ungis verið fjallað um orð úr þeim hluta hins íslenzka orða-
forða, sem varðveittur er í fornbókmenntunum og skráður er
í orðabók Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, af
Dr. Johan Fritzner) og Lexicon poeticum, en sárlítið verið