Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 236
234
Ritfregnir
Skímir
að gæta, að íslenzka hljóðbreytingin hv í kv er varla mikln
eldri en frá 17. öld og ekki algeng fyrr en á 18. öld. Hins veg-
ar er brottfall hljóðsins v (u) undan ó og u ævafomt, senni-
lega fmmnorrænt eða frá upphafi fornnorrænu. Skýring þessi
virðist því varla sennileg, enda skýrir höfundur orðið á annan
veg á 413. bls. — Á 215. hls. er getið sagnarinnar hneggja og
hinnar hliðstæðu myndar hennar, gneggja, án þess að gera
grein fyrir því, hvernig á muni þessara tveggja mynda standi.
Á 216. bls. er getið lo. hneiss, en ekki hliðstæðu orðmyndar-
innar neiss, sem kemur fyrir í Hávamálum og víðar. Hina
síðar nefndu orðmynd vantar einnig í orðasafnið. — Á 226.
bls. em orðin skgkull og skikkja talin vera komin af indó-
germönsku rótinni kenk-, en ekki gerð grein fyrir því, hví k
(hið síðara í rótinni) hefur ekki orðið h (eða g) í germönsk-
um málum, svo sem vera bæri eftir germönsku hljóðfærsl-
unni. —- Á 251. bls. stendur: Die urgermanische form fúr
hann muss kenos sein. Fyrir urgermanische á sýnilega að
standa: indogermanische. Þetta er aðeins ritvilla. •—• Á 289.
bls. (5.1. a. o.) stendur: hierher stellt man auch (mit aus-
lautendem labial) kaga- o. s. frv. Orðin: auslautendem labial
—- eiga við hljóðið g í kaga, en það hljóð er ekki „labial“,
heldur gómhljóð. Sennilega er þetta einnig prentvilla. — Á
sömu blaðsíðu er getið orðsins gaglviSr, sem kemur fyrir á
einum stað í íslenzkum bókmenntum, þ. e. í Völuspá. Ritskýr-
endur hallast nú helzt að því, að stafavíxl hafi orðið í hand-
riti Völuspár, þar eigi að standa galgviSr, en ekki gaglviSr. —
Á 295. bls. er talið, að hin indógermanska rót viðskeytisins k-,
sem kemur fram í fornöfnunum mi-k, þi-k, si-k, sé ghe-, en
samkvæmt hljóðfærslureglunum ætti hún að vera ge-. Á þessu
er engin skýring veitt í bókinni. — Á 354. bls. er hin indó-
germanska rót sagnarinnar krjúpa talin vera greu-p-. Engin
grein er gerð fyrir því, hvers vegna indógermanskt p hefur
haldizt í íslenzku sögninni, en ekki breytzt samkvæmt hljóð-
færslulögmálinu. — Á 411. bls. segir, að no. kvasir sé nafn
á sáttadrykk þeim, er Vanir og Æsir drukku, er þeir sömdu
frið sín á milli eftir styrjöld þá, er þeir höfðu háð. Hér mun
rangt með farið, því að Kvasir var maður, er Æsir skópu úr