Skírnir - 01.01.1957, Side 238
236
Ritfregnir
Skirnir
talið, að so. riSa hafi átt sér eldri mynd *hriSa og sé af sama
uppruna og no. hriS. Væri ekki eins líklegt, að so. riSa væri
hvarfstigsmynd sömu rótar og so. ríSa er runnið af?
Að greinarlokum skal höfundi vottað þakklæti fyrir bókina
og fyrir mikið og giftudrjúgt starf í þágu íslenzkra málvís-
inda.
Magrtús Finnbogason.
Jan de Vries: Altnordisches Etymologisches Wörterbuch. Leiden
(E. J. Brill) 1957. (Lieferung I).
Flestir þeir, sem einhver kynni hafa af íslenzkum fræðum, munu kann-
ast við Jan de Vries. En þessi hollenzki fræðimaður hefur ritað margt um
fornnorræn efni, einkum goðafræði og bókmenntir. Má nefna þar t. d.
Fomgermanska trúarbragðasögu (Altgermanische Religionsgeschichte) í
tveimur bindum, er kom fyrst út 193S—7 og síðan í aukinni og endur-
bættri útgáfu 1957, og Fornnorræna bókmenntasögu (Altnordische Littera-
turgeschichte), sem út kom 1941—2. En höfundur hefur ekki látið sitja
við trúarbrögðin ein og bókmenntimar, því nú hefur hann hafizt handa
um samningu fornnorrænnar orðsifjabókar, og er fyrsta heftið komið út.
Og af formála höfundar má sjá, að þetta er ekki nýtilkomið, því hann
hafði byrjað undirbúning að þessu verki fyrir tæpum tveim áratugum, en
heimsstyrjöldin síðari lagt stein i götu þess eins og svo margs annars.
Þetta fyrsta hefti er rúmar 60 bls., hefst á neitunarorðinu -a og endar á
búnaði. Segja má, að efninu sé yfirleitt mjög haganlega fyrir komið. Grein-
ar um einstök orð eru hóflega langar, ekki seilzt til að telja upp öll skyld
orð úr mörgum indóevrópskum málum, þegar ættin er vel þekkt, en hitt
ekki heldur látið nægja að visa stuttlega í heimildarrit, án frekari útlist-
unar á orðskýringu þeirri, sem um er að ræða. Höfundur tekur einnig til
meðferðar ýmis sérheiti, marrna- og staðanöfn og jafnvel nokkuð af auk-
nefnum og fetar þar í slóð F. Holthausens. Hitt er nýjung og bókinni
ávinningur, að þar er líka fjallað um nokkur orð, er koma fyrir í forn-
norrænum rúnaristum, einkum þau, er siðan hafa týnzt úr málinu eða eru
girnileg til fróðleiks fyrir norræna málsögu.
Það er og mikill kostur á bókinni, að höfundur gerir sér far um að not-
færa sér sem bezt önnur norræn mál og mállýzkur og vitnar m. a. oft til
nýnorskra, færeyskra og jafnvel hjaltlenzkra og orkneyskra orðmynda.
Hann vísar einnig til íslenzks nýmáls, en hefði mátt gera meira að því.
Hefti það, sem hér um ræðir, ber glöggt vitni um lærdóm höfundar og
kunnugleik á þessu sviði. Hann getur flestra skýringa á viðkomandi orð-
um, er fram hafa komið, og vísar til heimilda; jafnframt leitast hann oft-
ast við að meta gildi skýringanna og geta þess, hvað honum þyki senni-
legast, svo sem sjálfsagt er.