Skírnir - 01.01.1957, Síða 251
Skirnir
Ritfregnir
249
}>ar sem hann hafi verið skráður eftir X. En síðar í ritgerð sinni nefnir
Bouman hvergi þann möguleika, að þátturinn sé kominn heint úr X í báð-
ar sögur, Glúmu og Reykdælu. Flestir fræðimenn hafa þó hallazt að þess-
ari skýringu, og er torvelt að sjá, hví Bouman reynir hvorki að sanna hana
né afsanna. 1 siðara hluta ritgerðarinnar gerir hann ráð fyrir, að ein
hinna þriggja varðveittu gerða þáttarins í V, M eða Reykdælu hljóti að
vera heimild beggja hinna og kemst að þeirri niðurstöðu, sem fyrr segir,
að M sé fyrirmyndin.
Ef Skútu þáttur er kominn í Glúmu og Reykdælu hvora um sig beint
út X, svo sem enn verður að telja sennilegast, þá er augljóst, að Yatns-
hyrnutextinn stendur nær frumriti Glúmu en texti M. V og Reykdæla
hafa langan texta, sem er að miklu leyti orðrétt samhljóða; þaS hlýtur
þá aS vera texti X, en þátturinn (og Glúma öll) stytt í M.
öllum ber saman um, að Skútu þáttur geti ekki verið kominn í Glúmu
úr Reykdælu. Hitt er hugsanlegt, að hann hafi verið tekinn upp í Glúmu
úr X og siðan í Reykdælu úr Glúmu. Þá hefur höfundur Reykdælu hlotið
að nota Vatnshyrnugerðina. Glúma er talin samin á fyrra helmingi 13.
aldar, e. t. v. ekki fyrr en um miðja öldina. Reykdæla er talin nokkru
yngri, rituð um eða eftir miðja 13. öld. Fáum árum eftir að Glúma var
samin hefur þá verið til handrit með hinum langa texta sögunnar. Allar
líkur eru til, að það handrit hafi staðið mjög nærri frumtextanum sjálfum.
Til samanburðar er fróðlegt að skoða feril Egils sögu. Hún er talin rit-
uð um svipað leyti og Glúma. Hún er einnig varðveitt heil í Möðru-
vallabók, en brot eldra og lengra texta í handriti frá miðri 13. öld. Eng-
inn efast um, að það handrit standi mjög nærri frumriti sögunnar og sé
hún stytt í Möðruvallabók.
Jónas Kristjánsson.
Odd Nordland: Hgfuðlausn i Egils saga. Ein tradisjonskritisk studie.
Oslo 1956.
Höfundurinn er einn hinna yngri þjóðsagnafræðinga Norðmanna. Hann
hyggst í riti þessu rannsaka þjóðsagnafræðilegan grundvöll Egils sögu, það
er þess hluta hennar, sem veit að höfuðlausn Egils. Hann dregur fram til
samanburðar munnlega geymd ýmissa sagna síðari alda, svo sem Knut
Liestöl gerði í riti sínu um upphaf Islendinga sagna. Höf. lagði ritið fram
til doktorsvarnar við Öslóarháskóla í nóv. 1956 og varð fyrir harðri gagn-
rýni frá próf. Hallvard Lie, sem var annar andmælenda, en próf. Anne
Holtsmark hinn.
1 formála minnir höf. á, að allir séu sammála um, að munnlegar sagn-
ir séu að einhverju leyti uppspretta Islendinga sagna, en deilur standi um
það, hversu mikinn þátt munnlegir sagnaþættir eigi i hinum rituðu sög-
um. Hann hugsar sér rit sitt geti einnig orðið læsilegt öðrum en harð-
soðnum fræðimönnum („Det har vore eit ynskjem&l & gi avhandlinga