Skírnir - 01.01.1957, Side 253
Skírnir
Ritfregnir
251
urstöðu, að Jiað uppfylli óvenju vel Jiau skilyrði, sem nútima sálvisindi
hafa sýnt, að gera verður til efnis, sem á að lœra utanbókar. Þetta held
ég sé tvímælalaust bezti kafli bókarinnar, og við doktorsvömina sagði
próf. Anne Holtsmark um hann: Dette kapitel, synes jeg, er meget godt.
Áttundi Jjáttur néfnist „Kulturbakgrunnen" og fjallar einkum um um-
hverfi og tíðaranda Egils. Þar eru dregnar fram ýmsar samtímaheimildir,
einkum engilsaxneskar.
Að bókarlokum eru svo skrár.
Eins og um var getið í upphafi, varð höf. fyrir harðri gagnrýni frá
Hallvard Lie, J>egar doktorsvörnin fór fram. Ég er ekki sérfræðingur í
þessum efnum, en mér virðist bókin óþarflega losaraleg, líkari ritgerða-
safni en heilsteyptu verki. Þó held ég sé ekki vafamál, hvað sem um ein-
stök atriði má segja, að höf. taki hér á efninu með aðferð, sem verður að
taka tillit til, þegar rannsakað er upphaf íslendinga sagna: aðferð þjóð-
sagnafræðinnar til að kanna, hve höfundar fslendinga sagna hafi notað
mikið eða lítið munnlegar sagnir og heilsteypta þætti, þegar þeir rituðu
verk sín. Rit Nordlands kastar ljósi á ýmsar hliðar þessa máls, en óyggj-
andi niðurstaða virðist jafnfjarri eftir sem áður.
Árni BöSvarsson.
Eduard Kolb: Alemanniscli-nordgernianisches Wortgut (= Reitrage
zur schweizerdeutschen Mundartforschung Bd. VI). 1956. 155 bls. (Ver-
lag Huber & Co., A.G., Frauenfeld).
Höf. rits þessa dvaldist hér á fslandi sumarið 1947 og vann að orðabók
minni með mér. Hann nam íslenzku, tók nokkrum árum síðar dr.gráðu
og kennir nú engilsaxnesk fræði við háskólann í Zúrich. Allir gennanskir
málfræðingar keppa að því fyrst og fremst að bera saman öll germönsk
mál, einkum forngermönsku málin, í því skyni að geta búið til frumger-
manska tungu, hina sameiginlegu tungu allra germanskra þjóða, áður en
hún klofnaði í gotnesku, norrænu, fornháþýzku, fornlágþýzku og engil-
saxnesku. Ef unnt er að finna orðasamstæður í norrænu (íslenzku) og
alemannisku (svissnesku), sem finnast ekki í neinu öðru germönsku máli,
verður að draga þá ályktun af þessu, að slík orð séu leifar úr frumgerm-
önsku (ef ekki er um tökuorð. að ræða, frá norrænu til svissnesku eða
öfugt). Slík orð finnast ekki aðeins í orðabókum, heldur einnig í lifandi
mállýzkum og að þessu leyti virðist mér slík rannsókn geta komið að mestu
gagni. Mörg orð hafa oft sérstaka merking, eins og t. d. hom (fjallstindur,
shr. Eystra-Hom), háls (fjallshryggur) og siða og þessar sömu merking-
ar koma fyrir í svissnesku: Horn, Hals, Site. Stundum er setningaskipun
svipuð í báðum málunum, stundum eru talshættir svipaðir (köld eru
kvenna ráð: í svissn. fröwen geben kalt Rát-). Höf. ber saman alem. nue-
fer: ísl. nœfr, svissn. schnueper: ísl. snœfr, svissn. röst: ísl. hraustr, svissn.
chlicher: ísl. klnkkr, svissn. schelg: ísl. skjálgr, svissn. heimele: ísl. heim-