Skírnir - 01.01.1957, Síða 260
258
Ritfregnir
Skirnir
Líf listamannsins er fegurst, þegar það er skammvinnt. Þegar honum
hefur orðið þess auðið að opinbera anda sinn og það er enn mitt
sumar, er hann gengur inn um dyrnar, sem enginn kemur út um
aftur. Þá sér enginn hið daprasta af öllu döpru, hnignun hans og
afturför. Þá þarf hann ekki sjálfur að reyna hið þyngsta af öllu
þungu, ófrjósemi og andlega trénun. Og jafnvel þótt örlög sumra
manna séu svo fágætlega björt, að þeir þroskist fram á elliár, geta
þeir þó ekki átt vor nema einu sinni, gróandann, lifandi safann, töfra
angandi vornætur. Haustið á sína miklu fegurð, en haustið er þó
aldrei nema haust.
Þetta er gott dæmi um þau listatök, sem höfundur tekur efni sitt.
Það var þarft verk og tímabært að safna saman ritgerðum Einars Ölafs
Sveinssonar á einn stað. Nær allar hafa þær birzt áður hér og þar í blöð-
um og tímaritum á ýmsum tíma, og því ekki ætíð svo auðveldlega til
þeirra gripið, er á þyrfti að halda. öllum, sem nokkum áhuga hafa á
bókmenntum og húmanískum fræðum, er stórmikill fengur að bókinni
og ekki sízt þeim, sem eru að bauka við að kenna öðrum íslenzk fræði.
Það, sem oftast kom í hug minn við lestur bókarinnar, var eitthvað á
þessa leið: Þetta þarf ég að segja nemendum mínum, á þetta þarf ég að
drepa í kennslustund, ég má ekki lengur láta þessa ógetið í skólanum.
Flestar ritgerðirnar hafði ég þó lesið áður, en góð vísa er aldrei of oft
kveðin.
Flestar fjalla ritgerðirnar um íslenzkar bókmenntir, fomar og nýjar,
bæði yfirlitsgreinar og ritgerðir um einstök efni, og ber þar hæst ritgerð-
ir um dróttkvæði, lestrarkunnáttu fslendinga í fomöld, Ara fróða, Svein-
bjöm Egilsson og Jónas Hallgrimsson. Um erlendar bókmenntir em fjór-
ar ritgerðanna, og er þar ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er laegstur;
fjalla þær um Shakespeare, Goethe, Rask og H. C. Andersen og verk
þeirra.
Annars er ekki ætlunin í þessari stuttu umsögn að gera ritgerðatal eða
rekja efni þeirra. Og ekki skal þess heldur freistað að dæma hverja rit-
gerð fyrir sig eða gera svo mjög upp á milli þeirra. Þó vil ég geta þess,
að ég hef með mestri ánægju og hrifningu lesið ritgerðimar um Jónas
Hallgrímsson, Ara fróða og alveg sérstaklega Dróttkvæða þátt. Ég veit ekki,
hvernig ritgerð á að vera, ef þar er ekki fyrirmynd. Ég las þessa ritgerð,
þegar er hún kom í Skími á sínum tíma, mér til mikillar nautnar og
æ síðan með jafnmikilli aðdáun. Þar fer saman allt í senni: yfrinn fróð-
leikur, bráðljós framsetning og listatök, eða með öðmm orðum list og fróð-
leikur svo samtengt í eitt sem bezt má verða. Slíkt verk sem Dróttkvæða
þátt skapar ekki nema afburðamaður, og á það raunar við um fleiri rit-
gerðanna, þó að hann sé hér valinn að dæmi.
Einar Ölafur Sveinsson er maður yfirtaks fróður og lærður. Fyrir kem-
ur jafnvel, að manni finnst nóg um, maður tekur ekki við svo miklu í
einu. En víst er um það, að enginn, sem vill leita sér fróðleiks um hók-