Skírnir - 01.01.1957, Page 265
Skírnir
Ritfregnir
263
er rétt; þó ekki svo, að verulegt veður sé út af því gerandi. Allt um það
er bók hans misheppnað verk. Það er hreinlega af því, að í sögurnar
vantar sjálfan lífsneistann. Það leggur um þær engan lífsblæ, miklu frem-
ur stafar af þeim nádauni.
Höfundi virðist óvanaleg og óeðlileg éstríða að velta sér upp úr hvers
kyns ósóma og andstyggð: dvergskepna káfar af nautn á rottuhræi, dreng-
ur njósnar um kynmök foreldra sinna o. s. frv.
Ekki rauði, heldur svarti þráðurinn í allri bókinni er ómennska manns-
ins. Er ungum mönnum lífið í kringum þá raunverulega slíkur ófögn-
uður? Eða halda þeir, að það sé fínt, gáfulegt og listamannlegt að láta
svo sem menn sjéi ekki annað í kringum sig en dauðans viðurstyggð?
Kannske hefur þeim verið komið upp á þetta.
Höfundi Stofnunarinnar hefur verið hælt fyrir það, að persónurnar í
sögum hans væru sannar og lifandi. Þetta er þó fjarri lagi. Flestar per-
sónur bókarinnar eru tegundarmyndir (týpur), en ekki lifandi einstak-
lingar.
Trúlega er lýsingin á markaðinum í samnefndri smásögu bezti sprett-
ur bókarinnar. En langlökust er síðasta sagan, Stofnunin, sem bókin dreg-
ur nafn sitt af. Hefur þó einn ritdómari komizt að þeirri furðulegu nið-
urstöðu, að hún sé samin af stórmikilli íþrótt. Þessi saga á sýnilega að
vera burðaras verksins, og að honum brostnum er skorið úr um fánýti
þess. Jafnvel stílgáfa höfundar fer hér á fjúk. Sagan er lélega samsettur,
óvandaður og hrár áróður, og slíkur áróður missir ævinlega marks og hef-
ur jafnvel öfug áhrif, um leið og hann sneyðir öllu listgildi það verk,
sem honum er þröngvað inn í.
Furðumargir, suinir ágætir höfundar, hafa fallið í áróðursgildruna, og
er Atómstöðin gott og gilt dæmi þess.
Höfund Stofnunarinnar skortir sárlega kankvísi og fegurðarskyn gagn-
vart hinu breyska og dásamlega mannlífi, sem hrærist í kringum hann.
Ég held, að hann ætti að gaumgæfa skrif Jónasar Árnasonar og ef til
vill gerast vinnumaður í sveit eða fara á vertið, áður en hann sendir
frá sér næstu bók.
Gísli Jónsson.
Halldór Kiljan Laxness: Brekkukotsannáll. Helgafell, Reykjavík
1936.
Ætla má, að skáldi sé ærinn vandi að senda frá sér nýja bók, rétt eft-
ir að það hefur hlotið hin hæstu bókmenntaverðlaun. Hætt er þá við, að
lesendur ætlist til meira en ella og verði dómgjarnari og kröfuharðari.
Eina Nóbelsskáld okkar hefur nú sent frá sér fyrstu bókina, eftir að það
hlaut verðlaunin. Fæ ég ekki betur séð en Brekkukotsannáll Halldórs
Kiljans Laxness sé fullvel sæmandi Nóbelsverðlaunaskáldi. Um hitt má
vafalaust deila, hvort annállinn sé betri eða verri en þær sögur, er hann