Skírnir - 01.01.1957, Page 267
Skimir Ritfregnir 265
höfundar mega ekki leyfa sér að tröllríða svo einstökum orðum sem hér
er gert.
Persónur í Brekkukotsannál eru skýrt mótaðar og minnisstæðar. Marg-
ar eru skemmtilega skringilegar, enda stendur allt til þcss, en fáar fárán-
legar eða með öllu ósennilegar. De la Gvendur Gúðmúnsen er þó einum
mn of grallaralegur. Víða kennir skyldleika við fyrri sagnapersónur.
Björn í Brekkukoti minnir talsvert á organistann í Atómstöðinni, og gömlu
konumar, hún „amma mín“ og hún Kristin í Hringjarabænum, minna
ekki svo lítið á hana Hallheru frá Urðarseli, en flestir góðir eðlisþættir
eru við þessar konur tengdir.
Dul sögunnar er öll tengd einni af höfuðpersónunum, heimssöngvar-
anum Garðari Hólm, og ég þykist ekki, eftir rækilegan lestur, hafa ráð-
ið að fullu þá dul fyrir sjálfan mig. Það má líka kallast kostur á ritverki,
að skilja við lesandann í spurn. Þá list kann H. K. L. vissulega, að segja
ekki allt bemm orðum. Þess vegna knýr Brekkukotsannáll og önnur beztu
verk hans lesendurna til að hugsa. Þau em sannnefndar hugvekjur.
Á að vera boðskapur í skáldsögum? Ég veit það ekki. Og ég býst við,
að menn geti dregið nokkuð misjafna lærdóma af einni og sömu bókinni.
En ég fæ ekki betur séð en Brekkukotsannáll hafi boðskap að flytja. Boð-
skapinn um fánýti og drep yfirborðsmennsku, sýndar og sjálfslygi, en
ágæti og lífsmátt þess dagfars, er stýrist af hógværð, heilindum og fóm-
fýsi. Kemur þetta hvað gleggst fram i heimspeki eftirlitsmannsins og öllu
lifsfari Brekkukotsfólksins.
„Og af öllu þessu er kærleikurinn mestur," er haft eftir Páli postula.
Er það ekki niðurstaða Brekkukotsannáls?
Það er nefnilega ekki til nema einn tónn, og hann er hreinn — eins
og gamli séra Jóhann sagði.
Gísli Jónsson.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Ljóð frá liðnu sumri. Helgafell,
1956.
Ljóð frá liSnu sumri eru 54 að tölu, og bókin er 174 síður. Ljóðin em
frá einni upp í níu blaðsiður, efnið svo fjölþætt, að aldrei hefur það ver-
ið margbreytilegra í neinni kvæðabók Davíðs. Eins og kunnugt er, hafa
ástin, þjóðtrúin, sagan, landið, þjóðlífið, ekki sízt ræktun jarðarinnar,
römm ádeila, jafnvel napurt háð, gamansemi og persónuleg tjáning verið
einhverjir helztu þættir í skéldskap Davíðs. Og svo er enn. Við hafa svo
bætzt, eða öllu heldur styrkzt, þræðir aukinnar lífsreynslu, trúar og heim-
speki, sem aldrei hefur gætt svo mjög sem í þessari síðustu bók lians. Ef
til vill væri þó réttara að orða þetta svo, að trúar- og heimspekiviðhorf
fegurðardýrkandans hafi breytzt í afmarkaðra siðgæðissjónarmið. Þetta sést
greinilega, ef t. d. HeiSingjaljóS og Klausturvín í KveSjum em borin sam-
an við HúsmóSur og Nökkvann í þessari bók. En Nökkvinn hefst á þess-
ari vísu: