Skírnir - 01.01.1957, Síða 273
Skírnir
Ritfregnir
271
ur síns þessa bók, en ætla mætti, að hann hafi þegið skáldgáfuna af móð-
ur sinni einkum. Bernskuheimilið virðist hafa orkað mjög á hann. Frá
hverri siðu bókarinnar, svo að segja, andar notalegri hlýju til þess, æsku-
stöðvanna og fólksins þar eystra, beint eða óbeint. Sjá t. d. Horf, Fjóluna
hjá steiránum, Dalvísu, Heimhvarf, ViS lindina o. m. fl. Yfir vötnum
skáldsins svífur andi norðlægrar heiðríkju. Og þótt sjónarhringur Þorsteins
nái langt út fyrir fslands ála, bera hugur hans og hjarta svo sterkt mót
sinna norð-austlenzku átthaga, að eg gæti ekki hugsað mér, að höfundur
þessara Ijóða hefði alizt upp annars staðar en á svæðinu milli Kinnarfjall-
garðs og Smjörvatnsheiðar.
Æskuunnustur Þorsteins, vaxtarlöngun hans og útþrá, sem hann lýsti
fagurlega í Kóraleyjum, hafa heldur ekki yfirgefið hann. Bókina Heim-
hvörf byrjar skáldið á léttstígu ljóði um óróleika æskunnar, þar sem hann
líkir henni við fuglsins flug og straumröst árinnar, er
—- hjörtun grípur höfgum seið
og hrífur burt með sér.
Fleygasta kvæðið í bókinni er líka um útþrána og þolir fyllilega saman-
burð við það bezta, sem kveðið hefur verið á íslenzku um það efni, t. d.
„Ljáðu mér vængi“ eftir Huldu. Eg leyfi mér að birta þetta ljóð Þor-
steins í heilu lagi sem sýnishorn:
.( veg meS vindutn.
Á veg með vindum
um víðan geim,
á leið með lindum
langt út í heim!
Yfir dali og hálsa,
yfir vötn og vengi
ber fuglinn frjálsa,
lengi, lengi,
veg með vindum
á vængjum tveim,
leið með lindum
yfir laufgræn engi
langt út í heim —■
ó, hver sem fengi
að fylgja þeim!
Andstæðurnar flugþrá —- heimahagatryggð eru þau segulskaut, sem tog-
ast á um skáldið. Þær skapa þá spennu, er gefur því sköpunar- og þroska-
skilyrði. Meðal þessara mótsetninga, sem eru þó oft sambornar systur,
rúmast svo friðar- og frelsisboðskapur skáldsins i fullri einingu. Með þeim
boðskap sínum er honum bláköld alvara, eða öllu heldur heit sannfæring.
Þetta er aðalerindi hans við lesendurna, og það erindi er brýnt. Frelsisljóð
Þorsteins eru að vísu rödd hrópanda í eyðimörk, ómar vorboða á „öld,