Skírnir - 01.01.1957, Síða 276
274 Ritfregnir Skírnir
Hefur þessi þáttur í útgáfustarfsemi félagsins farið vel af stað og er þvi
til sæmdar. Gunnar Sueinsson.
bórbergur ÞórSarson: Steinarnir tala. Helgafell 1956.
Undanfarin ár hefur það færzt mjög í vöxt, að menn riti ævisögur
sínar á efri árum. Vitanlega eru þær misjafnar að gæðum og gildi, eins
og önnur mannanna verk. Þó hefur þar verið haldið til haga ýmsum
þeim fróðleik, sem ákjósanlegra var, að fremur geymdist en gleymdist,
því að mörgu gömlu hefur verið vikið til hliðar í hinu stórfellda þjóðlífs-
umróti tveggja síðustu mannsaldra.
Nú hefur Þórbergur Þórðarson hafizt handa um að rita sjálfsævisögu
sína, og fjallar fyrsta bindið, Steinarnir tala, um bernsku hans á Hala í
Suðursveit. Að vísu mun varla nokkur íslenzkur rithöfundur hafa vikið
viðar að sjálfum sér í ritum sínum en Þórbergur. Meðal annars hefur
hann áður ritað æviminningar sínar frá árunum 1909—13 i íslenzkum
aðli og Ofvitanum I—II. En í Steinarnir tala er byrjað á elztu hernsku-
minningum og þó reyndar fyrr, því að fyrstu fjórir kaflarnir gerast fyrir
minni höfundar. Er það skemmst að segja, að hér er sögð þroskasaga gáf-
aðs harns á nýstárlegan og skáldlegan hátt.
Suðursveit er, sem kunnugt er, einhver afskekktasta sveit landsins. Kynnu
þvi ýmsir að fetla, að þaðan mundi harla fátt til frásagnar frá árunum
fyrir og um síðustu aldamót. En þessu er á annan veg farið. Þórbergur
hefur frá býsna mörgu að segja, hvort heldur það eru dagleg viðfangsefni
sveitalífsins eða glima bamshugar hans sjálfs við áleitnar gátur tilver-
unnar. Allar lýsingar eru ákaflega glöggar og lifandi, þæði á húsaskipan
Halabæjarins og næsta umhverfi hans. Mest áherzla er þó lögð á að lýsa
áhrifum umhverfisins á sálarlíf bamsins og þeim fyrirbærum, sem orka
á það til undrunar og gleði eða þá stundum til ótta og dapurleiks. Það
er margt, sem verður til þess að gefa ímyndunaraflinu byr undir báða
vængi: hvít duggnasegl á dimmbláu hafinu, brotnandi öldur við fjörusand,
síkvikur og marglitur leikur eldtungnanna í hlóðunum, seiðandi fjalla-
tindar, þar sem fornmenn höfðu ef til vill falið fjársjóði eða dýrmætar
gersemar, — og mætti svo lengi telja. Þá hefur sambúðin við húsdýrin
sín áhrif á mótun sálarlífsins. Þarna er mjög skemmtileg lýsing á hátta-
lagi kúnna og jafnframt eins konar sálgreining á þessum þrjózkufullu,
en þörfu skepnum. Meira að segja er ástalífi þeirra gerð rækileg skil.
Loks eru ótalin áhrif hins dularfulla á hugarheim drengsins. Skyggnir
menn sáu svipi, og enginn efaðist um nábýli huldufólksins í steinum og
klettum. Stundum heyrðist hófadynur í myrkri, og komið gat fyrir, að
hundar tóku að gelta sem ákafast án sýnilegs tilefnis. Enn fremur virðist
ýmiss konar hjátrú hafa verið viðloða þarna í sveitinni. Menn óttuðust
loftanda, lyngorma og lækjarorma, og urðu að gæta tungu sinnar til þess
að egna ekki veðrið upp á móti sér.
Víða í bókinni kemur það glöggt fram, að Þórbergur hefur um margt