Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Page 11
Arni Bergur Sigurbjörnsson
Kennari, fræðimaður,
vinur
Við sem hófum nám í guðfræði á sjöunda áratugnum vorum flest leidd af Jóni
Sveinbjömssyni til fyrstu kynna af þeim fræðum. Hann hafði þá kennt grísku
við guðfræði- og heimspekideild um sinn og gríska var fyrsti hjallinn í
guðfræðináminu. Hjallinn sá virtist ekki árennilegur eftir að hafa blaðað í litla
lestrarkverinu hans Ponténs og enn síður eftir að hafa skoðað málfræðibókina
hans Solders með öllum sínum smáletursgreinum og frumskógi paradigma.
Fyrsta kennslustundin var kvíðvænleg. En sá kvíði reyndist ástæðulaus og
með eftirvæntingu var hugsað til þeirra sem kæmu. Að því stuðlaði viðmót
kennarans, hann alúðlegur frá upphafi, léttur í undirtektum og kankvís í tilliti.
Hann gekk rösklega til verks við leiðsögnina, leiðbeindi fumlaust og ákveðið,
engum tíma var sóað í málalengingar, tilsögnin hnitmiðuð. Hann var vissulega
kröfuharður og lét líka óspart í ljós hvað honum leist, ekki með orðum, Jón
alltaf spar á þau, en hann tjáði ósköpin öll með því að hleypa brúnum og vipra
varir og munnvik og sagði líka ótrúlega margt með því að leggjast af þunga
fram á fingurgómana, sem honum var tamt að styðja á púltið. Og skjótt glædd-
ist með nemunum skynbragð á eðli þess meitlaða máls og magnaða hljóðfæris
sem grískan er. Og hrífandi kennsla Jóns leiddi til ástar á grískri tungu og sam-
fylgd hans í föruneyti tugþúsundanna hans Xenófóns og á bekk áheyrenda að
varnarræðu Sókratesar, gæddu eyrun næmi á tungutak höfunda Nýja testa-
mentisins.
Síðar nutum við nokkur nemanna handleiðslu Jóns í þýðingaraðferðum.
Þar átti hann flestum meira að miðla, hafði jafnframt kennslu unnið að þýð-
ingu Nýja testamentisins frá því fljótlega eftir að hann sneri heim frá fram-
haldsnámi í Nýja testamentisfræðum og grísku sem hann stundaði misserin
eftir að hann lauk Cand. theol. námi í guðfræðideild Háskóla íslands í árs-
byrjun 1959. Fjórum árum áður hafði Jón orðið Fil. cand. í grísku, trúar-
bragðafræðum og teóretískri heimspeki í Uppsalaháskóla.
Sem þýðandi og sérfræðingur þýðingarnefndar Nýja testamentisins hafði
9