Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 243
Sigfinnur Þorleifsson
Aðgát skal höfð í nærveru orða
í bók Nida og Taber um biblíuþýðingar' er talað um nauðsyn þess að nota
nýjustu þekkingu á sviði málvísinda og þýðingafræða og slá aldrei af fag-
legum kröfum, þegar Heilög ritning á í hlut. í bókarbyrjun er vitnað í sér-
fræðing í þýðingunt og túlkunum, sem vinnur fyrir flugiðnaðinn. Hann hafði
að orði, að í störfum sínum þyrði hann ekki að styðjast við þær aðferðir, sem
oft væri beitt á sviði biblíuþýðinga. A þeim vettvangi, sem hann ynni á, væri
það spurning um líf og dauða að gera sig algerlega skiljanlegan.1 2
Þetta viðhorf hinna þekktu málvísindamanna og frumkvöðla á sviði þýð-
ingafræða er lýsandi fyrir afstöðu prófessors Jóns Sveinbjörnssonar. Hann
nálgast textann af fullkominni alvöru og miklum trúnaði og virðingu við orðin.
A stundum er varfærni hans slík að ætla mætti að hann væri með í höndunum
virka sprengju, þar sem allt veltur á því eftir atvikum að tengja eða aftengja
rétt. Orð eru dýr, þau geta grætt og þau geta sært. Og þessi virkni gildir ekki
hvað síst um Orðið, sem verið hefur viðfangsefni Jóns Sveinbjömssonar um
áratugaskeið. Orðið, sem er bæði sáðkorn og um leið beittara hverju tvíeggj-
uðu sverði.
Hvað Jón Sveinbjörnsson varðar, þá er honum nærtækara sáðkornið en
sverðið, því sjálfur er hann meiri bóndi en bardagamaður. Það er óhætt að
fullyrða, að ræktunarmaðurinn Jón Sveinbjörnsson er mikill áhrifavaldur
innan íslenskrar guðfræði og íslensk kirkja og kristni á honum mikið að þakka.
Hann hefur verið óþreytandi við að gróðursetja og vökva svo vitnað sé til
postulans. (1. Kor. 3:6) Þetta hefur hann gert á sinn hljóða hátt, með fingurna
á kafi í frjórri jörð, fundvís á leiðir til að hlúa að vaxtarbroddunum og þraut-
seigur með afbrigðum.
Það er stundum deilt um stöðu svokallaðrar hagnýtrar guðfræði (al. kenni-
mannleg guðfræði) innan guðfræðinnar og hvort hún eigi yfirleitt heima í
akademíunni þar sem guðfræðirannsóknir eru iðkaðar. Jón hefur aldrei átt í
neinum erfiðleikum með þetta. Fyrir honum eru fræðin ein samfelld heild og
1. Nida, Eugene A., Taber, Charles R., The Theory and Practice ofTranslation, 1969
2. Ibid, bls.l
241