Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 205
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
hans sést fyrst og fremst af frásögunni sjálfri. Viðtakandi hans er sömuleiðis
dulinn.
Sögumaður gefur sig reyndar til kynna í upphafi guðspjallsins og þá í 1.
persónu et., ...é8o£e Ka ’ p.oi..., „...ég...réð því einnig...“, án þess þó að nefna
nafn sitt. Viðtakandinn er þar augljós og ávarpaður í 2. persónu og nefndur
með nafni, Þeofílus, KpáTLore OeótþiXe, 'lva émyu(3s‘..., annars er ekkert
um hann vitað, nema óbeint af guðspjallinu.
Sögumaður Lúkasarguðspjalls er alvitur, en það þýðir, að hann veit meira
en manngerðir þær, sem koma fyrir í frásögunni.7 Hann þekkir alla sögu
Lúkasarguðspjalls og sennilega einnig Postulasöguna og útbreiðslu fagnaðar-
erindisins um Jesúm og hlut lærisveinanna í henni.
Hann talar í liðinni tíð.
Sögumaður er ósýnilegur. Hann er alls staðar nálægur á ólíkum stöðum
og á mismunandi tímum. Hann hefur kynnt sér frásögur annarra og vill í
upphafi guðspjallsins kynna þar augljósum viðtakanda áreiðanlegt efni, sem
hann hefur aflað sér, sbr Lúk. 1. 3-4. Þessum viðtakanda frásögunnar er ætlað
að reyna hana, þegar sögumaður segir hana, svo að hann verði ásamt sögu-
manni vottur að því, sem gerist í frásögunni og meta hana.8
Sögumaður hefur þegar sagt viðtakanda, hver Jesús er, að hann á sér upp-
runa fyrir anda Guðs, er sonur Guðs, hinn smurði konungur, messías, sbr Lúk.
1. 32-35, frelsari og Drottinn, sbr Lúk. 2. II9, sonur Guðs búinn heilögum
anda, sbr Lúk. 3. 21-22, 4.1 nn, 14, kennir í samkunduhúsum Galileu, sbr Lúk.
4. 14, uppfyllir fyrirheiti um lausn ísraels, rekur út illa anda, sem vita,'að hann
er sonur Guðs. Hann er hinn smurði, og vinnur kraftaverk, sbr Lúk 4. 16 nn,
31 nn og 38 nn, er hafnað af heimabæ sínum Nazaret, Lúk. 4. 28 og boðar
fagnaðarerindið um ríki Guðs, ...eúayyeXiaaa0ai...Tf|V (3aaiXeíau toú
0eou..., í samkunduhúsum Júdeu, það er að segja allri Palestínu, Lúk. 4. 43 n.10
7 Chatman, 196nn. Chatman ræðir nánar um dulinn og augljósan sögumann og takmarkanir
þær, sem innifalinn höfundur setur sögumanni. Sjá enn fremur G. Genette, Narrative
Discourse. Oxford: Basil Blackwell 1980. Bls. 188 n.
8 Rhoads/Michie, 36 n.
9 Sjá nánar um umdeilda ritskýringu þessa texta hjá I. H. Marshall, The Gospel ofLuke. A
Commentary on the Greek Text. Exeter: The Paternoster Press 1978.
10 Sjá tilvísun 5 hér að framan og E. Klostermann, Das Lukasevangelium. Tiibingen: Verlag
von J. C. B. Mohr Paul (Siebeck) 21929 [Handbuch zum Neuen Testament 5]. Ad loc. J.
M. Creed, The Gospel according to St. Luke. The Greek Text with Introduction, Notes and
Indices. London: Macmillan & Co. Ltd. (1930) 1965. Ad. loc. „Lk. uses ’louSaía for
Palestine, cf. i.5, vi, 17,vii, 17, xxiii,5; Acts x.37; but also in narrower sense, i.65, ii.4, iii.l,
v. 17, xxi.21.“ Sjá ennfremur J. Schmid, Das Evangelium nach Lukas. Regensburg: Verlag
Friedrich Pustet (1955). Vierte durchgesehene Auflage 1960 [Regensburger Neue Testa-
203