Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 208
Kristján Búason
orð undirstrika innihaldslega tengingu þátta sögunnar, hvort með sínum hætti.
Báturinn - bátamir eru hluti af vettvangi allrar sögunnar, netin sömuleiðis, þau
eru þvegin í fyrri hluta sögunnar og notuð í seinni hluta sögunnar. Veiðin
tengir augljóslega saman síðari hluta sögunnar, en myndhvörfin í svari Jesú
um mannaveiðara v. 10 tengjast málefnalega fyrri hluta sögunnar, boðun Guðs
orðs og kennslustarfi Jesú.
Það vekur athygli, að þrisvar er vísað til orða Jesú í þessari frásögu. Orð
Guðs, Xó'yo? 6eou, v. 1, heyrir fólkið hjá Jesú. Þessu er svo lýst þannig, að
Jesús kenni, SiSáCTKO), v. 3, fólkinu. Loks er greint frá því, að Símon ætli að
kasta nótinni til veiða eftir orðum, þf|(ia, v. 5, sem reynast leiða til undur-
samlegrar veiði og reynslu af áhrifavaldi hans.
I framsetningu sögumanns á framvindu frásögunnar er í megindráttum
framfylgt eðlilegri atburðarás, nema í upphafi frásögunnar. Þar dregur hann
fram fyrir staðsetninguna við Genneseretvatn lýsingu á því, að fólkið þrengi
að Jesú og hlusti á orð Guðs. Með þessu tengir sögumaður upphaf frásögunnar
nánar undanfarandi lýsingu á eftirsókn fólksins eftir Jesú og fagnaðarboðun
hans um Guðsríki í samkunduhúsum Júdeu / Palestínu.12
Þá vísar sögumaður í inngangi frásögunnar í Lúk. 5.1 nn til Jesú í 3.
persónu, aÖTw, og tengir hana nánar því, sem á undan fer í guðspjallinu.
I vv. 2-3 fylgir eins og áður hefur komið fram, hvernig fólkið hlustar á
Jesúm við vatnið og hvernig hann kennir því síðan úr bátnum á vatninu. Um-
sögn um kennslu fólksins lýkur með v. 3. Jafnframt þessu kynnir sögumaður
í vv. 1-3 til frásögunnar þær manngerðir, sem koma við sögu í framhaldinu,
fiskimenn og þar á meðal Símon.
Þetta yfirlit sýnir að boðun Guðs orðs / kennsla Jesú annars vegar og
mannaveiðar í eftirfyld Jesú mynda ramma frásögunnar og að sögumaður
ætlast til að frásagan sé skilin í því samhengi.
Með 4. versi hefst nýr þáttur frásagnarinnar um reynslu fiskimannsins
Símonar og félaga af því að fara að orðum Jesú, svo og áhrif þess. I þessum
síðari hluta frásögunnar eru tvö pör tjáskipta í beinni ræðu. í fyrra tilfellinu,
vv. 4-5, er um að ræða tilmæli Jesú til Símonar um að kasta nótinni til veiða
og svar Símonar, sem tjáir efasemdir, sem þó eru yfirunnar með því, að hann
lýsir yfir því, að eftir orðum Jesú muni hann kasta nótinni til veiða. I síðara
tilfellinu, vv. 8 og 10, er um tilmæli Símonar að ræða, að Jesús fari frá honum,
þar sem hann sé syndugur maður og hughreystandi orð Jesú til Símonar. Með
tilliti til mælenda er röðin, Jesús - Símon, Símon - Jesús, eða a b, b a. Tjá-
12 Sjá einnig það, sem sagt var hér að framan í athugasemd 10 um túlkun þessa heitis.
206