Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 129
Heimir Steinsson
Þriðja bæn heilags Anselmusar til
Maríu guðsmóður
en þar biður hann um elsku hennar og Krists
Höfundur eftirfarandi bænarmála, heilagur Anselmus af Kantaraborg, fæddist
í Aosta í ítölsku Ölpunum árið 1033. Tuttugu og sex ára gamall gekk hann í
klaustur í Bec í Normandí, og varð hann þar ábóti árið 1078. Sextugur að aldri
varð Anselmus erkibiskup af Kantaraborg og gegndi því embætti til dauðadags
21. apríl 1109. Kaþólskur minningar- og messudagur heilags Anselmusar er
21. apríl.
Anselmus skrifaði allmörg rit um heimspeki og guðfræði. Hafði hann
mjög mikil áhrif og er löngum nefndur „faðir skólaspekinnar“. Frægasta verk
hans er „Cur Deus homo“, en þar er fjallað um friðþæginguna á þann skýr-
mælta hátt, sem íslendingum er kunnur úr 43. Passíusálmi (sbr. Magnús Jóns-
son: Hallgrímur Pétursson, ævi og störf, Rvk. 1947, 2. bindi bls. 152).
Elzta rit Anselmusar, þeirra sem varðveitzt hafa, er „Bænir og hugleið-
ingar“. Þar er m.a. að finna þrjár bænir til Maríu guðsmóður. Hin þriðja þeirra,
sem er flokkur 20 ljóða, þykir taka öðrum maríufræðum fram. Um hana hefur
franskur fræðimaður sagt, að hún „krýni og dragi saman alla arfleifð kirkju-
feðranna á Vesturlöndum um Maríu mey, móður Frelsarans“ (H. Barré:
Priéres anciennes de l’Occident á la Mére du Sauveur, París 1962).
Árið 1973 komu „Bænir og hugleiðingar“ út í enskri þýðingu systur Bene-
diktu Ward. íslenzka textanum að þriðju bæn heilags Anselmusar til Maríu
guðsmóður, sem hér birtist, sneri séra Heimir Steinsson úr ensku þýðingunni.
Séra Jakob Rolland, kanzlari Kaþólsku kirkjunnar á íslandi, las íslenzku þýð-
inguna yfir.
í forspjalli að „Bænum og hugleiðingum“ segir heilagur Anselmus m.a.:
„Markmið þeirra bæna og hugleiðinga, sem hér getur að líta, er að hræra huga
lesandans til guðselsku og ótta eða til sjálfsrannsóknar. Þær skyldu ekki lesnar
í flýti, heldur í kyrrð og næði, ein og ein í senn, í djúpri íhugun. Lesandinn
ætti ekki að kappkosta að komast yfir mikið magn, heldur einungis það sem
127