Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 291
Minnið og tíminn
ingi lengri en hinn“? Ég veit, að ég er að mæla tímann. En ekki mæli ég fram-
tíð, hún „er“ ekki enn. Ekki mæli ég nútíð, hún skipar hvergi rúm. Ekki mæli
ég fortíð, hún „er“ ekki lengur. Hvað er ég þá að mæla? Tíminn hjálíðanda
en ekki hjá liðinn? Það hef ég áður sagt.
XXVII.
Þrauka, hugur minn, og rýndu skarplega. Guð er hjálpari vor. Hann hefur skap-
að oss, ekki vér sjálfir (Sálm. loo,3). Rýndu þar sem farið er að daga fyrir sann-
leikanum.
Hugsa þér, að líkamleg rödd taki að óma. Hún ómar og ómar og þagnar
loks. Nú er hljótt. Röddin er fortíð, er ekki lengur rödd. Hún var framtíð áður
en hún fór að óma, varð ekki mæld þá, því hún „var“ ekki enn. Og ekki nú,
því hún „er“ ekki lengur. Hún varð aðeins mæld meðan hún ómaði, því þá
„var“ eitthvað að mæla. En ekki heldur þá var hún kyrr. Hún kom og fór. Var
hún þess vegna mælanleg? Því um leið og hún hvarf hjá fékk hún eitthvert
rými í tímanum, sem unnt var að mæla. Líðandi stund hefur ekkert rými.
Nú varð þessi rödd mæld. Hugsaðu þér þá, að önnur rödd hafi tekið að
óma og ómi áfram stöðugum tóni án afláts. Mælum hana á meðan hún ómar,
því þegar hún þagnar er hún orðin fortíð og ekkert eftir, sem mælt verði.
Mælum nákvæmlega og segjum til, hve löng hún er. En hún ómar enn og
verður ekki mæld nema frá upphafi sínu, þegar hún hóf að óma, og til loka,
þegar hún hættir. Tími mælist sem bil á milli upphafs og loka. Því verður sú
rödd ekki mæld, sem er ekki hljóðnuð, það er ekki unnt að segja, hve lengi
eða skammt hún varir, hvort hún heyrist jafnlengi og önnur, helmingi lengur
eða hvað annað, sem vera skal. Þegar hún er hætt „er“ hún ekki lengur.
Hvemig má þá mæla hana? Og samt mælum vér tímann, en hvorki þann, sem
„er“ ekki orðinn, né hinn, sem „er“ ekki framar, ekki heldur þann, sem stendur
ekki við, né hinn, sem er án upphafs og endis. Það er sem sé hvorki framtíð,
sem vér mælum, né fortíð, ekki nútíð né líðandi tíð. Og samt mælum vér
tímann.
„Einn Guð, skapari allra sá“.1 Þessi ljóðlína er átta atkvæði, löng og stutt
á víxl, 4 stutt, 1., 3., 5, 7., og 4 löng, 2.,4., 6., 8., hvert þeirra hálfu lengra en
hin stuttu. Ég ber þetta fram og held þessu fram, þannig er þessu háttað, að
því er hin beina skynjun vottar. Og við beina skynjun styðst ég, er ég mæli
langt atkvæði með því að miða við stutt og finn, að það varir helmingi lengur.
1 Þannig hefst kvöldsálmur eftir Ambrosius, Deus creator omnium, í ísl. þýð. Sálmabókar
1589.
289