Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 210
Ki istján Búason
unum.15 Það vekur aftur á móti athygli, hve staðfesting hinnar undursamlegu
veiði er ýtarleg. Frásagan um hina undursamlegu veiði sýnir, að Jesús talar
með valdi og sannfærir ákveðna nafngreinda menn og starfsfélaga þeirra um
umboð sitt. Sem slík er hún hluti af framsetningu Lúkasarguðspjalls á starfi
Jesú og eftirfylgd lærisveina hans. Hér eru þrír þeirra nefndir með nafni og
kynntir til sögunnar, sem vottar að guðdómlegu umboði Jesú. Viðtakandi er
með sögunni gerður vottur að því, sem fiskimennirnir reyna og hvernig þeir
bregðast við, hvernig þeim er gefin staðfesting á guðdómlegu umboði Jesú
og hvattir til að fallast á hana.
Þetta sýnir skyldleika við inngang guðspjallsins, þar sem fram kemur, að
sögumaður er upptekinn af spurningunni um áreiðanleika fagnaðarerindisins,
Lúk. 1. 4, en þar segir sögumaður, að hann skrifi fyrir viðtakanda samfellda
sögu „...svo aðþú megir ganga úr skugga um sannindiþeirra frásagna, sem
þú hefurfrœðst um.“
Sé frásagan jafnframt skoðuð í ljósi metafórunnar í yfirlýsingu Jesú í v.
10, þar sem boðun fylgjendanna er líkt við veiði, þá verður skilgreiningin hin
sama, frásagan öll verður dæmi (exemplum) um boðun, sem líkt er við veiði,
þar sem Jesús og lærisveinar hans flytja Guðs orð. Sá, sem spyrjandi og með
efasemdum hlustar á orð Guðs og fer eftir þeim, mun verða fyrir hliðstæðri
reynslu.
Skilgreining frásögunnar sem óeiginlegrar frásögu eða allegóríu, þar sem
fiskimennirnir standi í fiskiveiðinni sem tákn fyrir postulana í boðunarstarfi
með Jesú á jarðvistardögum hans og / eða í frumkirkjunni, gengur ekki upp,
þar sem sá hluti frásögunnar, sem fjallar um hina miklu veiði, sýnir, hvers
vegna þeir yfirvinna efasemdir sínar og gerast fylgjendur. í Lúk. 5. 1-11 er
gengið út frá efasemdum fiskimanna, sem ekki eru fylgjendur Jesú, en verða
það í lok frásögunnar. Áherzlan er á það, hvers vegna þeir gerðust fylgjendur
Jesú.16
Sögumaður beinir með framsetningu sinni athygli viðtakanda að reynslu
Símonar og félaga af því að fara að orðum Jesú og hvaða áhrif það hafði, en
15 Sjá R. Bultmann, Die Geschichte der synoptischen Tradition. Göttingen: Vandenhoeck &
Ruprecht 71967. Bls. 232. Bultmann telur þessa frásögu til náttúruundra. Enda þótt hann
telji hana samkvæmt innihaldi eiga að flokkast með helgisögnum / legendum, þá komi hún
til álita sem kraftaverkasaga vegna kraftaverksins. Hann vekur athygli á, að Jesús á frum-
kvæði að kraftaverkinu, en ekki þeir, sem eru í vanda. Aherzla á hinu undursamlega með
breiðri lýsingu vandans og undirstrikun lausnar er eitt af algengum einkennum kraftaverka-
sagna. Hafa ber í huga, að Bultmann talar um dæmigert form sagna í munnlegu samhengi.
Hér er aftur á móti um frásögu að ræða, sem er hluti af stærra bókmenntaverki.
16 Sbr greiningu fléttu frásögunnar hér síðar.
208