Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 260
Sigurjón Árni Eyjólfsson
burðar kirkjufeðranna.37 Menn reyndu nú að öðlast sannfæringu sína í gegnum
vitnisburð játningarinnar sem tryggja átti sannleika opinberunar Guðs. Það var
í þessu samhengi sem stríðin á milli kirkjudeildanna voru háð, en þverstæðan
í þessu er sú að einmitt þessi notkun á játningunni sem tryggingu fyrir festu
í samfélaginu leiddi til djúpstæðs óróleika meðal manna. Hin stigmagnandi
viðleitni til að styrkja hina trúarlegu sannfæringu setti sjálf spurningarmerki
við alla slíka tilburði. Með tveggjaríkjakenningunni hafði Lúther barist gegn
þeirri viðleitni manna að líta á kirkjuna sem stofnun sem tryggði hjálpræði
mannsins. Hann hafnaði því og benti á að kirkjan sem stofnun hvorki tryði
né dæi fyrir einstaklinginn. Því bæri einstaklingnum að halda sér alfarið við
Krist í trúnni, kirkjunni bæri að setja ytri ramma fyrir hin trúuðu að styðjast
við í trúariðkun sinni, og ríkisins var að tryggja ytri frið.38 Og nú hófst spennan
að halda þessum skilum.
A sautjándu öld hafði ríkið að nokkru yfirtekið það hlutverk sem kirkjan
hafði á miðöldum og stuttu eftir siðbót, og leitaðist því við að gæta játningar-
innar.39 Landsfaðirinn var yfirmaður kirkjunnar og það gilti um allar kirkju-
deildir, kaþólska sem mótmælendur. Kirkjudeildin var gerð að einingarafli
samfélagsins og þar með hvers ríkis eða furstadæmis. Með þessu var játningin
rifin úr sínu eðlilega samhengi, sem hafði þær afleiðingar að grafið var undan
trúverðugleika hennar sem meginstoðar samfélagsins og trúar einstaklingsins.
Endanlega ber játningin sig sjálf en ekki stofnunin sem um hana er reist. Hið
veraldlega vald getur einungis tryggt hina ytri umgjörð, en ekki trúarlega innri
einingu kirkjunnar. Af þessu má ráða að innra óöryggi var innbyggt í ríkis-
kirkju furstadæmanna, hvort heldur hún var af kaþólskum toga eða mótmæl-
endakirkja.40
Stjórnmál. A sviði stjórnmála var að finna sömu þrá og viðleitni til festu.
I Evrópu ríkti valdleg óvissa sem kallaði fram sterk viðbrögð hjá almenningi.
I þessu sambandi hefur Martin Heckel talað um hungur eða ásókn í sterka
stjórn, í yfirvald sem tryggði öryggi í stjórnun ríkis og kirkju.41 Fjórða boð-
orðið fékk nú afgerandi þýðingu og var notað til að grundvalla foreldra- eða
37 Niðurstöður Tridentþingsins höfðu lagalegt gildi í hugum kaþólskra. Þeir skildu játn-
ingarnar einnig sama skilningi og kröfðust þess að mótmælendur túlkuðu þær á sama veg.
Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter, 79-82.
38 Sjá m.a. Invocavit prédikanir Lúthers, WA 10/111, 1-64.
39 Heckel: Paritat (I), 217nn; Heckel: Weltlichkeit und Sakularisierung. Staatskirchen-
rechtliche Probleme in der Reformation und im Konfessionellen Zeitalter, 923-933
40 Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter, 79, 211.
41 „Autoritátshunger". Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter, 212.
258