Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 16
Arnfríður Guðmundsdóttir
agri ritningu. Konur hafa gagnrýnt hvernig textar úr Biblíunni hafa verið not-
aðir til þess að réttlæta misrétti sem konur hafa verið beittar í skjóli eða jafnvel
í nafni kristinnar trúar. í kristinni hefð er að finna mýmörg dæmi um það
hvernig ritningin hefur meðal annars verið notuð til þess að færa rök fyrir því
að konan sé lægra sett en karlinn innan sköpunarverksins, að upphaf syndar-
innar sé að finna hjá konunni, að það sé vilji Guðs að konan þjáist í barnsburð-
inum, að konunni beri að vera undirgefin eiginmanni sínum, að konan skuli
læra í kyrrþey og auk þess þegja á safnaðarsamkomum.3 Af þessum dæmum
má ráða að ritningin hefur átt sinn þátt í viðvarandi undirokun kvenna og
þannig stutt áframhaldandi valdníðslu feðraveldisins.
Kvenguðfræðingar sem stunda fræði sín á forsendum kvennagagnrýninnar
hafa verið sammála um karlmiðlægan hugsunarhátt Biblíunnar, en á meðal
þeirra hafa komið fram ólíkar skoðanir um það hvernig bregðast skuli við því.
Sumar telja ritninguna, sem og gjörvalla kristnu hefðina, svo gagnsýrða af
áhrifum frá feðraveldinu að hún muni óhjákvæmilega stuðla að áframhaldandi
kúgun kvenna. Þess vegna hafa þær lagt til að henni skuli hafnað. Aðrar telja
Biblíuna eftir sem áður vera uppsprettu opinberunar Guðs, þar sem uppspretta
kúgunarinnar sé einnig uppspretta styrks. Þýsk-bandaríski Nýja testamentis-
fræðingurinn Elisabeth Schússler Fiorenza tilheyrir þeim hópi kvenna sem
telur að þrátt fyrir að bækur Biblíunnar séu ritaðar af körlum, oft í þágu karla,
megi konur alls ekki afskrifa hana. Að mati Schússler Fiorenzu er mögulegt
að endurskoða Biblíuna út frá gagnrýnu sjónarhorni kvenna þar sem hún hafi
ekki einungis verið notuð til þess að réttlæta kúgun allra kvenna, heldur hafi
hún bæði fyrr og nú orðið óteljandi konum hvatning til þess að rísa upp og
berjast gegn óréttlæti, misnotkun og fordómum.4
Gagnrýnin endurskoðun ritningarinnar
Elisabeth Schússler Fiorenza5 er frumkvöðull á sviði guðfræðilegrar kvenna-
gagnrýni, en hún hefur skrifað fjölda bóka og greina, þar sem hún kynnir hug-
myndir sínar um endurskoðun ritningarinnar og jafnréttissamfélag frumkirkj-
unnar. Tvær af elstu og þekktustu bókum hennar eru In Meniory of Her. A
Feminist Theological Reconstruction of Christian Origins6, sem kom fyrst út
3 Sját.d.: 1M3.16; lKor 14.33b-35; Ef 5.21-24; lTm 2.11-15.
4 Sjá Schiissler Fiorenza: Bread Not Stone, xiii.
5 Elisabeth Schiissler Fiorenza er prófessor í Nýja testamentisfræðum við guðfræðiskólann
í Harvard, Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum. Hún var fyrst kvenna til þess að
gegna embætti forseta Society of Biblical Literature, sem eru landssamtök fræðifólks í
biblíufræðum í Bandaríkjunum.
6 Bók Schiissler Fiorenzu, In Memory ofHer, var m.a. lesin í námskeiði um konur í Nýja
14