Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 44
Astráður Eysteinsson
legur heimur, segir hann, heimur skynfæranna er aðeins hinn illi þáttur and-
legs lífs. Hér á hann kannski við að valdataka hinnar röklegu hugsunar og
skynfæra hennar hafi leitt manninn í ógöngur. Og segja má að Kafka einbeiti
sér í verkum sínum að tveimur skynfærum til viðbótar, ef nefna má þau svo,
eða þreifurum hins andlega lífs. Annarsvegar trúnni, eða þörfinni fyrir að trúa
á æðri veruleika, en hinsvegar dulvitundinni.
En þótt getum megi leiða að því hve forkastanleg Kafka þótti hin andlega
leti sem einkennir velferðarsamfélög Vesturlanda, þá sést einnig á textum hans
að trúarþörfin, merkingarleitin, er hættuspil. Einnig kemur þá berlega í ljós
hversu stutt er á milli skáldskaparins og erfðasyndarinnar. Víða sést í textum
Kafka að hann lítur á ritstörfin sem einskonar bænagjörð; þau eru leit að hinu
óforgengilega. En hann segir einnig, í bréfi til Max Brod, að skrifin séu þjón-
usta við djöfulinn, leitin að óforgengileikanum beinist í hugardjúp hans og
hann dregur úr kafi óhugnanlegar angistarmyndir.
Þannig renna í eitt birtingarmyndir dulvitundar og lýsingar á þeim að-
setursstöðum hins æðra valds sem persónur fá aðgang að. Og ætíð býr að baki
sá grunur að þrá mannsins, hvort sem hún kristallast í hvötum dulvitundar eða
trúarþörf, geti leitt hann í fangið á jarðnesku valdi sem manninum finnst hann
ekki lengur hafa forsendur eða getu til að skilja; en hann kann samt að freistast
til að fórna sér í undirgefni við þetta vald og trúa á alræðið.
En það er ekki hægt að skilja svo við Kafka að látið sé að því liggja að
merkingarleitin sé einungis örvæntingarfull í verkum hans. Sjálf leitin að
merkingu, spurnin, er líka frelsandi — og hún býður heim þeirri undarlegu
og endurleysandi kímni sem einkennir verk Kafka. Ég hygg að sjá megi einn
merkilegasta kristgerving nútímabókmenntanna í sögunni „Áhyggjur hús-
bóndans“. Hún fjallar um Odradek, sem virðist í senn vera lifandi vera og
dauður hlutur — ef til vill vegna þess að til þess að verða óforgengilegur þarf
maður að hlutgerast á einhvern hátt; kannski er þetta trúartákn, Davíðsstjam-
an, Kristur og krossinn, öll runnin saman í eitt; kannski má lesa stafinn „k“
í þessari mynd rétt eins og aftast í nafni hennar; kannski er þetta listaverkið,
einskonar erkimynd þess; í samanburði við tækið í refsinýlendunni er þetta
einhverskonar and-vél; k..k..kannski er þetta þá maðurinn sem staðið getur
uppréttur þótt hann sé reyttur orðinn og rytjulegur í þeirri útlegð sem er
hlutskipti hans. Þetta er í öllu falli undurfurðuleg vera sem skekur hið jarð-
neska og dauðlega húsbóndavald.
Við fyrstu sýn lítur [þessi vera] út sem flatt, stjörnulaga tvinnakefli, og virðist
raunar einnig vera vafin tvinna; reyndar eru það væntanlega bara slitnir, gamlir
tvinnabútar, hnýttir saman og í flækju, af ýmsum gerðum og í ýmsum litum. En
42