Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 231
Sköpunarguðfrœðin í Árin og eilífðin
að hann ætti innra með sér guðsneistann, sem hann væri fær um að efla fyrir
áhrif frá Jesú. Þetta var eitt helsta deiluefnið meðal guðfræðinga á fyrra helm-
ingi þessarar aldar og snerti túlkunina á syndahugtakinu. Annars vegar voru
fylgjendur nýju guðfræðinnar (þ.e. frjálslyndu guðfræðinnar) og hins vegar
gamalguðfræðingar, sem svo voru nefndir, en þeir gengu út frá játningum
kirkjunnar og kenningum um fómardauða Krists, um erfðasynd og fall manns-
ins. Gamalguðfræðingarnir voru þó alls ekki samstæður hópur því þar mátti
finna lútherskan rétttrúnað, bókstafstrú (verbal inspiration) og heittrú (piet-
isma) leikmannahreyfinga þar sem áherslan var á afturhvarf. Gegn kenningum
þessara guðfræðistefna talaði Haraldur iðulega í prédikunum sínum og beitti
þá fyrir sig niðurstöðum biblíugagnrýni síns tíma.
Skýringin á því að Gamlatestamentisfræðingurinn Haraldur Níelsson gerir
minna úr trúarvitnisburði Gamla testamentisins en vænta mátti er sú þróunar-
hyggja sem hann beitti í greiningu sinni á trúarhugmyndum Biblíunnar.18
Guðshugmynd Gamla testamentisins var frumstæð og fráhrindandi að hans
mati og bar hann hana saman við þá mynd af Guði sem birtist í persónu og
lífi Jesú Krists eins og hún var skilgreind af talsmönnum frjálslyndu guðfræð-
innar. Hann taldi að rekja mætti ýmsar skaðlegar kenningar, svo sem frið-
þægingarkenninguna og kenninguna um eilífa útskúfun vantrúaðra, til þess
að trúfræðingar kirkjunnar blönduðu saman gyðinglegum og kristnum hug-
myndum.19
Þegar Haraldur fjallar um sköpun Guðs almennt, þá eys hann af gnægta-
brunni líkingamáls Gamla testamentisins og grípur oft til náttúrumynda í út-
leggingum sínum þótt hann vitni ekki í ákveðna ritningartexta. Dæmi um það
er í prédikuninni Guðs orð. Þar segir hann: Guð talar til okkar í gegnum allt
hið skapaða. Alls staðar í náttúrunni erum við að lesa orð hans. Allar upp-
götvanir á lögum hennar eru ráðningar á orðum hans. Hver sólrás ber dýrð
hans vitni, hvert sólsetur er lofgjörð um hann. Stormurinn er máttarorð hans
og lognið hvíslar friðmælum hans um jörðina. Fjöllin færa oss boðskap um
staðfestu hans og trúfesti, særinn og fljótin um ótæmandi gnægtir hans. Hinn
stirndi kvöldhiminn fræðir oss hverri bók betur um mátt hans og veldi. Ekkert
gefur oss ljósari hugmynd um, hve hann elskar vandvirkni og fegurð en blóm
vallarins.20
En Guð er ekki það sama og sköpunin, þ.e. hið skapaða, í guðfræði Har-
alds, þrátt fyrir þá dulúð sem þar má merkja. Hann segir: „Náttúran sýnist yfir-
18 Þetta kemur vel fram í grein hans „Bölsýni prédikarans“, Skírnir 82 (1908), s. 43-61.
19 Árin og eilífðin [1] 1920, s. 318.
20 Árin og eilífðin [1] 1920, s. 88.
229