Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 189
Leikhúsið í guðsþjónustunni - Hinn íslenski Milton
Björnsson í Selárdal og séra Jón Magnússon í Laufási. í dag ætla ég að miðla
útvarpshlustendum af einum þætti í hugsun þess síðarnefnda.
Annar titill erindis míns er þessi: Hinn íslenski Milton. Þetta er stórt orð
um skáld, sem enginn þekkir nú á dögum. Menntaðir íslendingar vita, að enska
skáldið John Milton orti Paradísarmissi, snilldarverk um fall mannsins, sem
séra Jón Þorláksson á Bægisá þýddi á íslensku, og austurríska tónskáldið
Joseph Haydn samdi mikið tónverk: „Sköpunina“ við sama texta í þýskri þýð-
ingu. Áttu íslendingar skáld, sem var samtíðarmaður séra Hallgríms Péturs-
sonar, sem líkja má við sjálfan Milton? Svar mitt er játandi. Þetta íslenska
skáld vann það afrek fyrir börnin sín að yrkja fyrir þau guðfræðilegar rímur,
þar sem fall Adams og Evu og hjálpræðisverk Krists er sviðsett í íslenskri
sveit, og þar sem öll mikilvægustu hugtök í þjóðfélagslegri uppbyggingu sam-
tímans eru tengd þessari dramatísku trúarsögu. En endursögn hans á guðfræð-
inni er samtvinnuð þeim gróna kristna skilningi á messunni, að þar sé um þing
og herradag að ræða, þar sem lénsherrann kallar riddara sína til ábyrgðar, eða
þar sem sóknarherrann heimtir landskuldina af leiguliða sínum. Þetta er í
grundvallaratriðum líkt hinum gamla helgileik „Everymarí', sem má þýða á
íslensku með orðunum „alþýða manna“ eða „almenningur“ (sbr. Almannagjá
á Þingvöllum), þar sem almenningi er treyst fyrir sköpunarverki Guðs, en hann
bregst skyldum sínum og endar vegferð sína í gröfinni.
Séra Jón Magnússon sat í Laufási, þar sem um langan aldur höfðu setið
hinir markverðustu lærdómsmenn. Fyrirrennari hans í embætti og fóstri hans
í uppeldinu hafði ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Séra Magnús Ólafs-
son í Laufási hafði unnið það afrek að skipta Snorra-Eddu niður í dæmisögur,
sem nota mætti til andlegrar túlkunar á svipaðan hátt og lengi hafði tíðkast
með goðsögur Grikkja og Rómverja. Rit þetta, Laufás-Edda, lá síðan til grund-
vallar fyrstu prentuðu útgáfunni af Snorra-Eddu, sem nefnd hefur verið „Resens-
Edda“. Nýlega varði Englendingur að nafni Anthony Faulkes doktorsritgerð
við Háskóla Islands um þessar bækur. í rímum séra Jóns sést, hvernig hann
byggir á þessari vísindaiðkun fóstra síns, þegar hann í einni rímunni líkir
Kvási við Adam og Krist, og kerjunum Són og Boðn við fagnaðarerindi og
lögmál. Þetta er í sjálfu sér ekkert einsdæmi á 17. öldinni. Hvert mannsbarn
á að þekkja vers Hallgríms Péturssonar: „Son Guðs ertu með sanni“, þar sem
séra Hallgrímur leikur sér að orðsifjafræði orðsins „Són“, eins og hún var
skilin á 17. öld. Þar sér maður öll tilbrigðin birtast: Sonur, sónn, söngur sann-
leikur, sinn, synd og són í merkingunni friðþæging (sbr. sónar göltur í fornum
ritum). Allar þessar merkingar koma fram hjá séra Jóni í Laufási, og auk þess
er orðið að sjálfsögðu í merkingunni skáldskapur, sem hann telur spretta af
hjálpræðisverki Krists. í þessari túlkun býr meira. Séra Magnús Ólafsson hafði
187