Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 265
Af umfjöllun manna um lútherska rétttrúnaðinn
bæði einstaklingar og stjórnvöld að skilgreina sig í ljósi vissra kirkjudeilda.
Aherslan á persónulega trúrækni einstaklingsins varð miðlægari.49
A þennan máta, segir Heckel, að raunveruleiki þessa heims hafi leyst
handanveruleika Guðs af hólmi.50 Algildur sannleikur varð að efahyggju, sjálf-
ræði (autonomi) kom í stað guðræðis (theonomi), og mannleg skynsemi yfir-
tók opinberun Guðs.
Afleiðingar rúmlega hundrað ára deilna kirkjudeildanna voru þær að í stað
algjörleika kom afstæðishyggja, í stað sannfæringar kom efi, og í stað einingar
kom fjölbreytileiki. Menn köstuðu undirgefni við kirkju og kenningar af sér
sem fjötrum og nýjungagirni tók við af hefðarhyggju. Trúarbragðafriðurinn í
Ágsborg 1555 sem var hugsaður sem neyðarlausn, ruddi þannig leiðina til þess
skipulegs sem mótar Evrópu enn í dag.51
II.2.2 Framfarir í vísindum
Framfarir í náttúruvísindum og sagnfræði leiddu til þess að hin guðmiðlæga
heimsmynd Biblíunnar og söguskilningur hennar vék hægt og hægt fyrir nú-
tíma heimsmynd og söguskilningi. Menn bentu á spennuna sem ríkti milli
vissra rita Biblíunnar og töldu að ekki væri hægt að rekja þá heildstæðu heims-
mynd sem kenning kirkjunnar byggir á til hennar. Þrátt fyrir þessa gagnrýni
reyndu fræðimenn að halda jafnvægi milli trúar og skynsemi og vísuðu til þess
að orð Guðs væri ekki einungis að finna í ritningunni, heldur lægi það líka
til grundvallar lögmálum náttúrunnar. Því leituðu menn að grundvelli trúar-
innar handan deilna kirkjudeildanna í sköpuninni, sem Guð var annað hvort
samsamaður (í pantheismanum) eða álitinn vera frumkraftur hennar (í de-
ismanum).
Heckel dregur fram helstu niðurstöður sínar með því að huga að nokkrum
grundvallarhugmyndum.52
Guðshugtakið. Það tók breytingum á 17. öld. Hin sígildu og innihalds-
þungu efni um holdtekju Krists, kross og upprisu og réttlætingu syndarans af
trú viku nú fyrir þurri og yfirvegaðri sköpunarguðfræði. Guð var fyrst og
49 zur Miihlen, Karl Heinz: „Die von Luther herkommende Komponente der Aufklarung in
Deutschland", Reformatorisches Profil. Studien zum Weg Martin Luthers und der Refor-
mation, Vandenhoeck & Ruprecht, Göttingen 1995, 343-361.
50 Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter, 233.
51 Heckel: Autonomie und Pacis Compositio, 57-82; Heckel: Die Krise der Religionsver-
fassung, 980, 996; Heckel: Weltlichkeit und Sakularisierung, 928-933.
52 Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter, 231-237.
263