Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 245
Aðgát skal höfð í nœrveru orða
hins vegar líkt og Kristur: „Hvað viltu að ég geri fyrir þig?“ (Lk. 18:41) í
stað þess að segja þetta vil ég gera fyrir þig vegna þess að þér er það fyrir
bestu, í stað þess að ríkja yfir og ráða þá reynum við líkt og Kristur að leiða
þann sem til okkar leitar til samfunda við Guð og til samtals við sjálfan sig.
Andspænis Guði er það ríki ungi maðurinn sem velur ( Mt. 19: 16-20), fyrir
augliti hans er það Nikódemus, sem ákveður hvað hann vill gera (Jóh. 3:1-
21), í því ljósi sjá farísear og fræðimenn að þeir búa í glerhúsi og í ástríku
tilliti hinnar óskilyrtu elsku rís fallinn á fætur og er fús til að hlýða hinni al-
tæku kröfu: „Far þú og syndga ekki framar.“ (Jóh. 8:1-11)
Sálgæsla, sem hefur náðarmeðulin fyrir verkfæri, hlýtur að miðla einhverju
af þessu í skapandi samtali og í skapandi hlustun. Og það er hér sem þögnin
getur rúmað meira en þúsund ræður. Við sjáum af dæmi kanversku konunnar,
að hún virðist taka þögn Frelsarans fram yfir orðmargar ræður misviturra
manna. (Mt. 15: 21-28) Þegar orð eru marklaus, þá getur þögul návist sagt
allt sem segja þarf. Otímabær orð, ódýrar lausnir og skýringar eru kannski
skínandi meitlaðar perlur, en þar er enga saðningu að fá, þegar huggunin er
utan marka þess mögulega. Kannski er það ein af túlkunarleiðunum, þegar
Kristur talar um að kasta perlum fyrir svín. (Mt. 7:6) Er ekki einmitt hættan
sú, að fagnaðarerindi, sem horfir framhjá föstudeginum langa, snúist upp í
andhverfu sína, og veki reiði og andúð í stað þess að veita frið og lífsfyllingu?
Krossinn er þagnarmerki. I þverstæðu þeirrar þagnar skynjar þjáður mað-
ur samlíðun Frelsarans. Kristur gengur inn í hlutskipti manneskjunnar til
þeirrar þrautar að ekki verður lengra komist. Sálgæslan hlýtur að leggja sig
fram um að miðla þessari vitund inn í aðstæður þeirra, sem líða, óttast, missa
og stríða.
Að þessu sögðu verður fáeinum hugtökum Helgrar ritningar, sem tjá þessa
orðlausu návist, fundinn orðastaður. Fyrst er það Mt. 10: 29-31: „Eru ekki
tveir spörvar seldir fyrir smápening? Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án
vitundar föður yðar. A yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin. Verið því óhrædd-
ir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.“ Ég vek athygli á því að neðanmáls
í biblíuútgáfunni frá 1981 er þess getið, að orðrétt standi: „og ekki fellur einn
þeirra til jarðar án föður yðar.“ Gríski textinn aueu tou TraTpocj up.oju undan-
skilur andlag forsetningarinnar eins og málvenjan býður. Um leið er okkur
eftirlátið að skilja hvað er innifalið í orðlausri tjáningu. Það er raunar aðall
lifandi texta, að hann lýkur upp hirslum, sem alla jafnan eru lokaðar. „Því að
orð Guðs er lifandi og kröftugt...og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og
anda.“ (Heb. 4:12)
Allt frá dögum Odds áttum við því að venjast að andlag forsetningarinnar
243