Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 212
Kristján Búason
fyrir ströndinni kennir hann fólkinu. í framhaldinu hverfur fólkið úr myndinni,
en báturinn á vatninu, fyrst við ströndina, en síðar á djúpsævi, verður vett-
vangur samskipta Jesú annars vegar og Símonar og félaga hins vegar, sem
fiskimenn á hinum bátnum dragast inn í, þegar nótin springur. Loks er sögu-
rýmið ströndin, þar sem bátarnir eru dregnir á land og fiskimennirnir fylgja
Jesú. Greining sögurýmisins sýnir val á því efni, sem er nauðsynlegt fyrir
framsetningu frásögunnar og valið er knappt. Þáttum er sleppt, svo að við-
takandi þarf að fylla í eyður eins og stærð bátanna, staðsetningu hins bátsins
í grennd við veiðistað Símonar og félaga. Viðtakandi þarf að álykta sig til
þess, hvers konar net voru notuð, að um kastnet var að ræða, sbr orðalagið
„lokuðu inni mikla mergð fiska,“ v. 6.19
Greining atburÖarásarinnar
Framsetning atburðarásarinnar, fléttan (e. plot), er í megindráttum hin sama
og framvindan í söguefninu. Hún er með öðrum orðum í eðlilegri tímaröð eins
og áður var greint.
Við greiningu framvindunnar er gerður greinarmunur á framvindustað-
hæfingum, sem tjá atburði og athafnir, þar sem einhver gerir eitthvað, og
stöðustaðhœfingum, sem tjá, að eitthvað eða einhver sé eitthvað. Þá er gerður
greinarmunur annars vegar á kjarnastaðhœfingum, sem eru framvindu-
staðhæfingar, sem tjá atburði, er færa atburðarásina áfram, vekja spurningar,
svara spurningum, mynda vegamót í framvindunni, og hins vegar fylgi-
staðhœfingar, sem eru framvindustaðhæfingar, er útskýra nánar kjarna-
staðhæfingar. Fylgistaðhæfingar eru minniháttar framvindustaðhæfingar. Hægt
er að greina undirliðun kjarnastaðhæfinga. Yfirgrípandi kjarnastaðhæfingar
má finna með því að greina þá þætti atburðarásarinnar, sem bera hana uppi.
Falli einhver þeirra niður glatar frásagan röklegri byggingu sinni.20
Greina má frásöguna í Lúk. 5. 1-11 í eftirfarandi þætti, sem fela í sér
fléttur með útgangspunkt í ákveðnum kjarnastaðhæfingum.
I. a. Fólkið þrengir að Jesú.
Fólkið hlustar á Guðs orð.
(Jesús stendur við Genneseretvatn).
19 Það ætti því að þýða tilmæli Jesú ekki orð fyrir orð, xaXáw, ég læt fara niður, sbr rótskylda
ísl. orðið hala, heldur með samsvarandi orðatiltæki, „kastið nót yðar til veiða,“ xaXáoaTe
Ta SikTua ú(iú)v eij áypav. Höfundur minnist þess í þessu sambandi, að séra Eiríkur
J. Eiríksson, þáverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sagði á fundi um þýðingu guð-
spjallanna það vera misvísandi þýðingu, þegar þýtt væri „Leggið net yðar til fiskidráttar,"
eins og um grásleppunet hefði verið að ræða.
20 Chatman, 53.
210