Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 72
Clarence E. Glad
ljósi þess að líf Jesú, krossdauði hans og upprisa, hafði víðari skírskotun hand-
an síns Gyðinglega samhengis. Páll postuli hafði hvað mest áhrif á þessa þró-
un en hellenísk kristni hans er dæmi um andlegan alheimsátrúnað sem er
óháður takmörkunum tiltekinnar þjóðar, ættbálks eða kyns.40
Baur útfærði þessar hugmyndir nánar í bókinni Das Christenthum und die
christliche Kirche der drei ersten Jahrhunderte. I hugleiðingum hans varð
hugtakið gyðinglegur samnefnari hins einstaklingsbundna, takmarkaða og
sögulega afmarkaða. Allt hellenískt eða það sem Baur taldi vera af grískum
uppruna varð samnefnari fyrir hið almenna, algilda og skynsama. Hugleið-
ingar Baur um algilt mikilvægi byggt á sögustreymi mannlegrar samkenndar
minna á Hegel; áhersla hans á að eina siðfræðin sem ber nafn með rentu yrði
að vera algild minnir á Kant.41 Báðar hugmyndirnar gefa tóninn fyrir ríkjandi
viðhorf frjálslyndrar guðfræði seinni hluta 19. aldar.
Flestir þýskir ritskýrendur 19. aldar stunduðu gagnrýna söguguðfræði að
eigin mati. Sem slík tengdist ritskýringin ákveðinni söguhyggju. Hið sanna
og raunverulega varð að vera sögulegt; það sem er sögulega rétt er satt! A
þann hátt gat sögulegur sannleikur gagnrýnt allar skýjaborgir, hvort heldur
snemmkristinnar guðfræði eða 19. aldar hughyggju. Sögurýnin gat gagnrýnt
trúarhefðir en gerði mönnum einnig kleift að undirstrika sögulegan sannleika
kristindómsins. Annað hvort var hinum sögulega Jesú stillt upp andspænis
40 Paulus, der Apostel Jesu Christi. Sein Leben und Wirken, seine Briefe und seine Lehre.
Ein Beitrag zu einer kritischen Geschichte des Urchristenthums. Stuttgart, 1845. Ég hef
stuðst við 2. útg. bókarinnar undir ritstjórn Eduard Zeller (Leipzig: Fues’s Verlag (L.W.
Reisland)), 1866. Bókin inniheldur fyrirlestra sem birtust fyrst árin 1835 og 1836.
41 Ég hef stuðst við endurprentun 2. útg. Das Christenthum und die christliche Kirche der
drei ersten Jahrhunderte (Neu durchgearbeiteten Ausgabe in den ‘Ausgewahlten Werken
in Einzelausgaben’ III, mit einer Einfúhrung von U. Wickert (Stuttgart-Bad Cannstatt:
Friedrich Frommann Verlag (Gunther Holzboog), 1966 (1. útg., 1853). Sjá bls. 42-174
(„Das Christenthum als allgemeines Heilsprincip, der Gegensatz des Paulinismus und
Judaismus und seine Ausgleichung in der Idee der katholischen Kirche“) þar sem Baur
notar túlkunarlíkanið tesa, antitesa og syntesta til að gera grein fyrir þróun frumkristinnar
hugmyndasögu. Svipaðar hugleiðingar er að finna í fyrirlestrum Baur um Guðfræði N.t.
sem voru fluttir 1852 en gefnir út 1864 (Vorlesungen iiber neutestamentliche Theologie.
Leipzig: Fues’s Verlag): „Nur im Gegensatz gegen das Judenthum konnte der Apostel der
absoluten Bedeutung des Christenthums sich bewusst sein. Alles Particulare des
Judenthums verschwand ihm im Universalismus des Christenthums. Daher konnte er sich
Juden und Heiden nur in dem gleichen Verháltniss zu der grossen Thatsache des Todes
Jesu denken, durch welche uberhaupt der Menschheit ein gans neues Bewusstsein úber
ihr Verháltniss zu Gott aufgieng” (Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 1973,
bls. 132-33). Hér fjallar Baur um kjarna kristindóms: „Wenn Judenthum und Christenthum
in dieser abstracten Weise einander gegentibergestellt werden, so ist der höhere Begriff,
unter welchen beide zu stellen sind, die Idee der Religion. Es wtirde sich daher vor allem
fragen, wie der Apostel das Wesen der Religion bestimmt."
70