Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 222
Kristján Búason
miklu veiði, sem veldur hvörfum í frásögunni, í athugasemdum sögumanns
og í niðurlagi frásögunnar.
Áhöfnin á hinum hátnum er hluti af þessum hópi. Þeir eru starfsfélagar,
peTÓxoi,27 Símonar. Þeir eru á djúpinu í kallfæri við fiskimennina á báti Sím-
onar og taka þátt í því að fylla báða bátana, v. 7. Þeir eru ennfremur þátt-
takendur í viðbrögðum við veiðinni, hinni óttablöndnu undrun. Eðlilegast er
að gera ráð fyrir því, að þeir séu í hópi þeirra, sem fylgja Jesú í lok frásög-
unnar. Manngerð þeirra er lítt samsett.
Manngerðirnar Jakob og Jóhannes Zebedeussynir eru nafngreindar í skýr-
ingu sögumanns og einkenndar sérstaklega sem hluttakendur í hinni ótta-
blöndnu undrun yfir veiðinni. Staða þeirra er skilgreind svo, að þeir eru út-
gerðarfélagar Símonar, kolucouoí28 tö 2ípwvi, v. 10. Eðlilegast er að skilja
stöðu þeirra svo, að þeir séu félagar Símonar um fiskveiðarnar og því þátttak-
endur í veiðinni sem og eftirfylgdinni eins og hópur fiskimannanna og Símon
Pétur. Þeir eru í hópi þeirra, sem hafa séð og látið sannfærast um guðdómlegt
umboðsvald Jesú.
Með nafngreiningunni er verið að kynna til sögunnnar þekkta menn í
frumkristninni eins og Símon, sem hafa séð og látið sannfærast. Þeir eiga eftir
að koma við sögu í framsetningu guðspjallsins. í framhaldi guðspjallsins er
bræðranna aðeins getið með fornafni, 6. 14, 8. 51, 9. 28, 54. í 6. 14 eru þeir
þeir nefndir í hópi 12 lærisveina næst á eftir Símoni, sem Jesús nefndi Pétur,
og Andrési bróður hans, en ásamt með Pétri eru þeir nánustu lærisveinar Jesú
og nefndir í 8. 51 og 9. 28. Saman eru þeir nefndir í 9. 54. Með Pétri undirbýr
Jóhannes hina síðustu kvöldmáltíð, 22. 8. Samkvæmt Post. eru þeir bræður í
hópi postulanna nefndir fremst næst á eftir Pétri, 1.13. Þeir eru menn í forystu
frumsafnaðarins. Ásamt með Pétri boðar Jóhannes fagnaðarerindið um hinn
upprisna, 3. 1,3, 4. Þeir Pétur og Jóhannes eru handteknir, 3. 11, vitna með
djörfung, 4. 13, 19, eru sendir saman til Samaríu og boða fagnðarerindið, 8.
14-25. Þá er þeirra bræðra getið í Post. 12. 2 í sambandi við það, að Herodes
Agrippa lætur vega Jakob bróður Jóhannesar, en því næst handtaka Pétur.
27 Sjá H. Hanse, geTéxu ktX., Theologisches Wörterbuch zum Neuen Testament II. Stuttgart:
Verlag von W. Kohlhammer 1935. Bls. 830nn. Hanse þýðir vinur, ferðafélagi, sem menn
eiga samfélag við, sbr Septuaginta. Hér í Lúk. 5. 7 þýðir orðið nánast starfsfélagi.
28 Sjá F. Hauck, kolvíovós'. Theologisches Wörterbuch zum Neuen Testament III. Stuttgart:
Verlag von Kohlhammer 1938. Bls. 804. Hann þýðir starfsfélagi eða jafnvel hluthafi eins
og hér í Lúk. 5.10.
220