Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 253
Af umfjöllun manna um lútherska rétttrúnaðinn
I Sautjánda öldin í meðförum ísienskra fræðimanna
1.1 Fordómar um 17. öldina leiðréttir
Helgi Þorláksson, sagnfræðingur, hefur gagnrýnt framsetningu manna á 17.
öldinni.7 Hann bendir á að í hugum margra var sautjánda öldin á íslandi ömur-
leg og myrk. Til að styðja þá skoðun hafa margir bent annars vegar á ytri
aðstæður, þ.e. að upp úr aldamótunum 1600 hafi veðurfar tekið að kólna,8
náttúruhamfarir verið miklar og farsóttir tíðar.9 Hins vegar hafa menn vísað
til innri uppbyggingar þjóðfélagsins þar sem landsmenn bjuggu við ofríki
danskra embættismanna, og verslunareinokun10 frá árinu 1602, að ekki sé
minnst á réttarkerfið, sem var bagalegt. Ekki bætir úr skák að andleg málefni
voru alfarið í höndum lútherska rétttrúnaðarins sem hélt trúarhugsun þjóðar-
innar í helgreip sinni, ól á óttanum við myrkravöldin og kynnti undir í galdra-
ofsóknum.* 11 Við allt þetta virðist bætast almennt aðgerðaleysi og framtaksleysi
á nær öllum sviðum.12
Helgi segir þessa sögutúlkun á 17. öldinni verið vinsæla og bendir á að
um leið sé verið að gera Dani að mestu leyti ábyrga fyrir ástandi þjóðarinnar.13
Hann sýnir fram á að hér sé um mikla einföldun að ræða, enda sé þessi
söguskoðun mjög lituð af frelsisbaráttu íslendinga.14 Máli sínu til stuðnings
vísar hann til þess að harðæri í ljósi veðurfars og árferði eigi ekki við og að
áhrif Dana á íslandi á 17. öld hafi verið mun minni en af hefur verið látið.15
Öldin var því ekki ein löng nótt fyrir þjóðina, heldur átti hún líka sínar björtu
tíma og sólskinsstundir.
7 Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin; Helgi Þorláksson: Aldarfarið á sautjándu öld, 15-28.
8 Sverrir Kristjánsson nefnir þennan þátt sérstaklega: „Öldin, sem ól og fóstraði Hallgrím
Pétursson, var ein sú óblíðasta í sögu Islands. Þá voru vetur kaldir og langir. Og hið orð-
haga þjóð gaf hverjum þeirra nafn, sem var í ætt við nauð ... Lumkur eða þjófur (1601)
... píningavetur (1603)... eymdarár (1605)... svellvetur (1625)... jöklavetur (1630)... hvíti
vetur (1633) ... glerungsvetur (1648) ... hestabani (1669) ... vatnsleysuvetur (1674) ... og
öldinni lauk með mannskaðavetri" Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson: Mann-
lífsmyndir - Islenzkir örlagaþættir, 185.
9 Hekla gaus 1619 og 1693; Katla 1625 og 1659. Sjúkdómar herja á fólk: blóðsótt, megr-
unarsótt, bólusótt og taugaveiki. Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson: Mann-
lífsmyndir - Islenzkir örlagaþættir, 187.
10 Jón J. Aðils fjallar ítarlega um hana í riti sínu Einokunarverzlun Dana á fslandi 1602-1787.
11 Dæmi um slíka framsetningu er m.a. að finna í „inngángi“ Halldórs Laxness að Passíu-
sálmunum, 71-125.
12 Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin, 2.
13 Helgi Þorláksson nefnir hér sérstaklega Jón Þorláksson, Einar Arnþórsson, Hannes
Þorsteinsson og Pál Eggert Ólafsson. Sama rit, 3.
14 Sama rit, 4.
15 Sama rit, 7-9.
251