Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 21
Ritningin og kvennagagnrýnin
Við endurskoðun á sögu kvenna í vestrænum þjóðfélögum, að kirkju-
sögunni meðtaldri, leggur Schiissler Fiorenza til að feðraveldið verði skoðað
sem grundvallar skýringarhugtak. I því samhengi verður karlmiðlæg tvíhyggja
skilin sem hugmyndafræðileg réttlæting á valdaskipulagi feðraveldisins.
Schiissler Fiorenza telur að þeir textar úr frumkristni sem réttlæti yfirráð karla
yfir konum beri vitni um þá togstreitu sem átti sér stað á tímum frumkirkj-
unnar, milli jafningjasamfélagsins sem Kristur setti á fót (sem hún kallar „dis-
cipleship of equals“) og þjóðfélagsgerðar hins grísk-rómverska heims. Þessi
togstreita, sem Schiissler Fiorenza greinir í karlmiðlægum textum Nýja testa-
mentisins, gerir að hennar mati mögulegt að endurheimta sögu kvenna innan
frumkirkjunnar, með áherslu á virka þátttöku þeirra og leiðtogastörf, þrátt fyrir
takmarkaðar upplýsingar.24 Af þessum takmörkuðu upplýsingum má ráða að
valdaskipulag feðraveldisins sé ekki upprunalegt í hinu kristna samfélagi, þó
að það hafi síðar meir ráðið þar ríkjum, en áhrif feðraveldisins sem fóru
vaxandi innan kristinnar kirkju á annarri og þriðju öld urðu til þess að konum
fór stöðugt fækkandi í áhrifastöðum innan hennar.25 Niðurstaða Schiissler
Fiorenzu er því sú að endurminningar-túlkunarfræðin staðfesti að kvenna-
kirkjan sem jafningjasamfélag eigi sér langa sögu og hefð, sem byggi á vitnis-
burði ritningarinnar um jafna stöðu allra, óháð kyni, kynþætti eða stétt.26
Að lokum telur Schussler Fiorenza mikilvægt að upprifjun á lífsbaráttu
kvennanna sem segir frá í Biblíunni, kvenna sem töluðu og störfuðu undir
leiðsögn heilags anda, fari saman með túlkunarfrœði sem fœst við skapandi
raungervingu,27 Slík túlkun geri nútímafólki kleift að verða þátttakendur í
biblíusögunum, með hjálp ímyndunaraflsins, listrænnar sköpunar og helgisiða.
Þannig verði feminísk túlkun ritningarinnar ekki bara gagnrýnin, heldur
einnig uppbyggjandi, og beinist sömuleiðis bæði að fortíð og framtíð.
Reynslan í brennidepli
Hér að framan hafa verið kynntar hugmyndir Elisabeth Schiissler Fiorenzu
um túlkun ritningarinnar út frá gagnrýnu sjónarhorni kvenna. Sem frumkvöð-
ull á þessum vettvangi hefur Schussler Fiorenza haft víðtæk áhrif á þróun
túlkunarfræði kvennagagnrýninnar á undanförnum árum, þó að vissulega séu
24 Bók Schiissler Fiorenzu, In Memory of Her, sýnir vel hvernig hún beitir þessari aðferð
við endurskoðun á uppruna kristinnar kirkju.
25 Varðandi þessa þróun, sjá Schiissler Fiorenza: In Memory of Her, 285nn.
26 Russell ritstj.: Feminist Interpretation of the Bible, 133-4.
27 Sjá Schiissler Fiorenza: Bread Not Stone, 20-22. í grein sinni „The Will to Choose or to
Reject“ talar Schiissler Fiorenza um hermeneutics of creative ritualization í stað herme-
neutics ofcreative actualization (Russell ritstj.: Feminist Interpretation ofthe Bible, 134-5).
19