Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 217
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
framvindustaðhæfing, sem felst í orðum Jesú til Símonar, að óttast ekki, héðan
í frá muni hann menn veiða. Þessi framvindustaðhæfing er kjarnastaðhæfing,
sem stendur í tíma- og orsakasamhengi við viðbrögð Símonar Péturs. Orð Jesú
túlka viðbrögð Símonar Péturs sem ótta og segja honum að óttast ekki. Af
framhaldinu um eftirfylgd fiskimannanna má ráða, að Jesús líki starfi í þágu
ríkis Guðs við að menn fanga bráð lifandi.
Orð Jesú fela í sér yfirlýsingu þess, sem valdið hefur, að Símon verði það-
an í frá hluttakandi í því starfi. Símon er ekki hvattur til þátttöku, heldur er
hann er lýstur þátttakandi. Jesús gerir hér í yfirfærðri merkingu veiði sína að
veiðimanni. Orð Jesú staðfesta guðdómlegt vald hans, guðdómlegt gildi orða
hans og standa endanlega í óbeinu orsakasamhengi við kjamastaðhæfinguna
um að fólkið hafi heyrt hann flytja orð Guðs.
Kjamastaðhæfingin, sem fylgir, að þeir, það er að segja fiskimennirnir,
sem hafa komið við sögu í frásögunni, draga bátana á land, markar lok veiði-
ferðarinnar.
II. 2. Kjarnastaðhæfingin, að fiskimennirnir yfirgefa allt, stendur í tíma-
samhengi við kjarnastaðhæfinguna næst á undan, um lok veiðiferðarinnar, en
í orsakasamhengi við lýsingu á allri reynslu þeirra af honum við það að fara
að orði hans í veiðiferðinni, yfirlýsingu Jesú við Símon sérstaklega. Hér er
gert ráð fyrir, að yfirlýsingin gildi um þá alla, þar sem þeir yfirgefa allir sitt
fyrra samhengi, fiskiveiðar við Genneseretvatn. Hér er því um kjarnastaðhæf-
ingu að ræða, sem undirstrikar skilin við það, sem á undan er lýst.
Kjarnastaðhæfingin, að þeir fylgdu Jesú, er lokastaðhæfing frásögunnar
og lýsir jákvætt því, sem tekur við í lífi fiskimannanna, stendur í tímasam-
hengi við undanfarandi kjarnastaðhæfingar, en orsakasamhengi við reynslu
þeirra í veiðiferðinni af orðum Jesú og og þá um leið af honum, svo og yfir-
lýsingu hans gagnvart Símoni sérstaklega, sem hér er látin gilda um þá alla.
Hvert er sambandið milli fyrri og síðari hluta frásögunnar? í fyrri hluta
frásögunnar, vv. 1-3, er fyrst og fremst sagt frá samskiptum Jesú og fólksins,
sem þrengir að honum, er það hlustaði á hann flytja Guðs orð, en í síðari hlut-
anum, vv. 4-11, er sagt frá því hvers vegna fiskimennirnir sannfærast um, að
Jesús flytur Guðs orð og fylgja honum. Almennt boðunarstarf Jesú við Genne-
seretvatn myndar ramma og forsendur fyrir því, að fiskimennirnir tengjast
þessum boðunaraðstæðum. Síðari hlutinn útfærir svo nánar boðun Jesú gagn-
vart fiskimönnunum. Hið almenna boðunarstarf Jesú er forsenda boðunar Jesú
gagnvart fiskimönnunum, en áherzlan liggur á síðari hlutanum.
Orsakasamhengi einkennir framvindu frásögunnar í Lúk. 5. 1-11, þar sem
yfirgrípandi orsakaflétta frásögunnar felst í staðhæfingunni, að fólkið hafi
215
L