Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 232
Pétur Pétursson
leitt köld, eyðslusöm og jafnvel grimm. Af viðkynningu vorri við náttúruna,
hversu stórfeld sem hún oft er og fögur, komumst vér aldrei til þeirrar þekk-
ingar á Guði, að hann sé kærleiksríkur og láti sér ant um hvern einstakling."21
Guð opinberast í Kristi og það er fyrir hann sem við lærum að skilja hvern-
ig andi Guðs er að verki í sköpun hans samkvæmt sköpunarguðfræði Haralds.
Oft grípur hann til lýsinga af eigin náttúruupplifunum þegar hann útskýrir verk
Guðs í náttúrunni. Dæmi um það hve honum var eiginlegt að klæða boðskap
kristninnar í náttúrulíkingar er eftirfarandi kafli úr ræðunni Ok Krists þar sem
hann leggur út frá Mattheusarguðspjalli 11, 28-30.
Einn fegursti og friðsælasti bletturinn, sem þetta land á er lítið stöðuvatn í
Borgarfirði. Skógivaxnar hæðir lykja um það á þrjá vegu, en sléttir vellir á einn.
Frá bernsku hef ég heyrt um það talað. Loks nú fyrir fám árum komst ég þangað
bjartan sumardag. Veðrið var undrablítt og heitt. Vatnsflöturinn lá spegilsléttur.
Ekki sást svo mikið sem ein rák á vatninu. Skógivaxnar hæðimar spegluðust í
því. Einkennilegast var að sjá glitrandi loftið yfir vatninu. Það var sem eitthvað
stigi upp í sólarhitanum. Mér fannst það vera friður náttúrunnar; það var sem hann
liði stöðugt til hæða. ... Aldrei hef ég skilið betur en síðan hvað fyrir Kristi vakti.
Kristur vill kenna oss hógværðina, til þess að hugur vor verði jafnsléttur og
vatnsflöturinn. Fyrr en það er orðið fær dýrð Guðs eigi speglast í sál vorri.22
Haraldur lýsir oft í ræðum sínum fegurð sólsetursins séð frá Reykjavík
og leggur til að: „taka upp þann sið að láta hringja kirkjuklukkum hvert slíkt
kvöld, til þess að boða öllum borgarlýð, að nú væri þess kostur, að sjá litadýrð-
ina dásamlegu, vera viðstaddur þá hátíðlegu guðsþjónustu, þar sem sólin og
skýin, fjöllin, hafið og himinhvolfið leggja saman í þögula lofgerð um Guð.“23
Hér lofar sköpunin skapara sinn ekki á ósvipaðan hátt og höfundur Davíðs-
sálma gerði á sínum tíma. En það er í Kristi sem sköpunin fullkomnast.
í prédikuninni Sœðið grœr og vex segir Haraldur: „Altaf er oss að skiljast
betur, að hið innilegasta samband er milli vors eigin andlega lífs og náttúr-
unnar.“24 Hann færir Krist inn í líkingamál sitt um sköpunina og náttúruna og
tengir hana þannig opinberun Guðs í Kristi. I þeim tilgangi notar hann sígild
trúartákn, sólina og vatnið — regnið sem vökvar og græðir. Þannig tekst hon-
um að sýna fram á hvílík nýsköpun og bylting koma Krists í heiminn var:
Jesús skildi sólina og regnið — blessaða hlýju sólina og frjóvgandi regnið. Hann
var líka að ofan eins og þau. Hann var sjálfur gæddur þessu aðdáanlega afskifta-
21 Árin og eilífðin II, s. 238.
22 Árin og eilífðin [1] 1920, s. 31-32.
23 Árin og eilífðin [1] 1920, s. 258.
24 Árin og eiHfðin [1] 1920, s. 47.
230