Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 37
Krossfestingar
í smásögunni „Sveitalæknir" er læknirinn kallaður á bæ þar sem drengur
nokkur liggur veikur. Sveitalæknirinn er hestlaus en kemst þó á staðinn vegna
þess að úr einu skúmaskoti hans, ef svo má segja, það er að segja úr svínastíu
sem ekki hefur verið opnuð lengi, koma dulmagnaðir hestar sem flytja hann
burt sem í hvirfilbyl en í sama mund býst ruddalegur hestasveinninn til að
svala losta sínum á þjónustustúlku læknisins, Rósu að nafni. í lækninum og
sjúklingi hans má sjá birtingarmyndir Jesú sem læknar annarsvegar af guð-
legum mætti en hvílir hinsvegar á krossinum með sitt „jarðneska" sár. Lækn-
irinn finnur að vísu ekkert að drengnum til að byrja með, en það má alltaf
aðgæta betur:
Ég geng til hans, hann brosir til mín rétt eins og ég færði honum hina sterkustu
súpu — æ, nú hneggja báðir hestarnir; hávaðinn á væntanlega, samkvæmt fyrir-
mælum frá æðra stað, að auðvelda rannsóknina — og nú verður mér ljóst: já,
pilturinn er veikur. A hægri síðu hans, nálægt mjöðminni hefur opnast lófastórt
sár. Rósrautt, í mörgum blæbrigðum, dökkt þar sem dýpst er, ljósara við jaðrana,
fínkomótt, og blóðlifrar hafa safnast fyrir hér og þar, opið eins og ofanjarðamáma.
Þannig tilsýndar. Nánar skoðað kom annað verra í ljós. Hver getur horft á þetta
án þess að gefa frá sér lágt blístur? Ormar, eins og litli fingur minn að lengd og
gildleika, upprunalega rósrauðir og auk þess blóðstokknir hlykkjast þeir, fastir
niðri í sárinu, með hvíta hausa og fjölda smáfóta mót birtunni. Veslings drengur-
inn, þér er ekki hægt að hjálpa. Ég hef fundið þitt stóra sár; þetta blóm í síðu
þinni dregur þig til dauða.18
I því sem á eftir fer í sögunni útfærir Kafka tengslin milli hins trúarlega
minnis og hlutskiptis læknisins jafnt sem sjúklingsins, auk þess sem hið rós-
rauða sár er tengt Rósu, sem læknirinn hefur nú í vissum skilningi fómað.
Hann gerir sér grein fyrir að þessi fallega stúlka hefur búið árum saman í húsi
hans „án þess að heitið gæti að ég veitti henni athygli“. Drengurinn spyr hvort
hann geti bjargað sér. „Svona er fólkið í minni sveit. Alltaf krefst það hins
ógerlega af lækninum. Það hefur glatað gömlu trúnni; presturinn situr heima
og rekur sundur messuklæðin hvert af öðru; en læknirinn á að afreka allt með
hinni fíngerðu, skurðhögu hendi sinni.“ Enn fer það svo að veraldleg vandræði
sögunnar virðast kalla á fantastísk umskipti: fjölskylda drengsins og þorpsöld-
ungamir afklæða nú lækninn — rétt eins og „messuklæðin“ séu rakin utan af
þeim töfralækni nútímans sem á að vinna tæknileg kraftaverk, hliðstæð þeim
sem Jesús vann er hann læknaði sjúka — og þau leggja hann í rúmið til
drengsins, „við hliðina á sárinu.“ Þarmeð fara lesendur vart í grafgötur um
18 Franz Kafka: „Sveitalæknir", I refsinýlendunni og fleiri sögur, þýð. Astráður Eysteinsson
og Eysteinn Þorvaldsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1991, s. 109-110.
Eftirfarandi tilvitnanir í söguna eru af s. 109-112.
35