Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 59
Rudolf Bultmann og Jón Sveinbjörnsson
Barths. Biblían er ekki sögurit heldur fyrst og fremst opinberað Orð Guðs til
manna sem felur í sér tilboð um nýtt líf. Þann sannleika sem þar er að finna
er óháður sagnfræðilegum upplýsingum sem kunna að leynast í hinni helgu
bók.7 Þótt Bultmann hafi tekið undir hina almennu gagnrýni á ófaglega
ritskýringu Barths í bók hans um Rómverjabréfið árið 1919 var hann sammála
honum um mikilvægi þess að draga fram guðfræðileg sannindi textanna. Hins
vegar taldi Bultmann að sögugildi Biblíunnar væri meira en allflestir
barthíanar vildu meina.
Öll Biblían er ekki Orð Guðs. Efni hinna ólíku biblíurita þarf að vega og
meta með guðfræðilegri ritskýringu til að finna hið eiginlega viðfangsefni
Biblíunnar.8 Slík ritskýring hafnar ekki hefðbundinni ritskýringu. Henni er
fremur ætlað að draga fram nýtt sjónarhorn við túlkun sögulegra helgitexta,
sem fer handan sagnfræðilegs gildis og stöðu textanna í upprunalegu samhengi
þeirra. Það sem á vantaði var aukinn skilningur á textunum í upphaflegu
samhengi og hugsanlegri merkingu þeirra í dag. Guðfræðileg ritskýring gefur
þannig hefðbundinni ritskýringu aukna vídd.9
Ritskýring og túlkun Biblíunnar lýtur sömu lögmálum og ritskýring og
túlkun annarra texta. Munurinn er samhengið og viðfangsefnið, en guðfræði-
túlkun er mótuð af viðfangsefni sínu, þ.e. Biblíunni sem kristnu helgiriti og
meginerindi hennar. Því verður ritskýring ekki guðfræðileg vegna nýrrar að-
ferðar heldur vegna viðfangsefnis Nýja testamentisins og áhrifa þess í dag.
Guðfræði textanna verður að vera merkingarbær í reynslu ritskýrandans. Sögu-
leg ritskýring hefur venjulega spurt, „Hvað var sagt?“ I staðinn spyr guðfræði-
7 Þótt hið boðaða Orð Guðs sé ekki háð sagnfræðilegum smáatriðum er það þó sem hluti
af mannlífi bundið tiltekinni hefð. Það er eingöngu þegar hefðin um hið opinberaða Orð
Guðs í sögunni verður að raunveruleika í prédikuninni sem hefðin getur orðið verkfæri
fyrir opinberað Orð Guðs hér og nú. „Díalektíkin“ er milli hins biblíulega Orðs sem er
einvörðungu hefð og prédikunarinnar sem skýrir og túlkar þessa hefð þannig að hún getur
orðið að opinberun Guðs fyrir áheyrendur. Vegna áherslunnar á Orð Guðs hefur dialektíska
guðfræðin einnig verið nefnd guðfrceði Orðsins.
8 Sjá Bultmann, „Das Problem einer theologischen Exegese des Neuen Testaments,“
Zwischen den Zeiten 3 (1925), bls. 334-356 (í Georg Strecker, ritstj., Das Problem der
Theologie desNeuen Testaments (Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 1975),
bls. 249-277). Með efnis- eða innihaldsrýni (Sachkritik eða Sachexegese) er spurt hvert
eiginlegt viðfangsefni eða raunverulegur boðskapur tiltekins texta eða höfundar sé. Ibid,
bls. 253-57 og 274-75.
9 I „Die Bedeutung der ‘dialektische Theologie’ fiir die neutestamentliche Wissenschaft,“
Theologische Blatter VII (1928), bls. 57-67 (Endurprentuð í Glauben und Verstehen 1
(Tubingen: Vorlag von J. C. B. Mohr (Paul Siebeck), 1933), bls. 114-133) svaraði Bultmann
þeirri gagnrýni að dialektíska guðfræðin væri í reynd ákveðin trúfræði. Jákvætt framlag
dialektískrar guðfræði fyrir nýjatestamentisfræðin er að mati Bultmanns „indem die alte
historische Methode nicht ersetzt, sondem vertieft wird“ (bls. 132). Sjá einnig bls. 133.
57