Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 60
Clarence E. Glad
leg ritskýring, „Hvað var átt við?“10 Ritskýrandinn getur aldrei verið í hlut-
verki fjarlægs áhorfanda; hann verður ávallt að hlusta eftir dýpri merkingu
textans. í slíku hlutverki áttar hann sig til dæmis á blæbrigðum í merkingu
grískra orða, eins og t.a.m. chara og luphe, vegna þess að hann skynjar sjálfur
blæbrigði orðanna. Ritskýrandinn verður þannig þátttakandi í gleði og sorg
höfundar.
í slíku samspili ritskýranda og texta verður mannfrœði mikilvægt hugtak
en túlkun og skýring textanna er samofin auknum sjálfskilningi ritskýrandans.
Guðfræði er í eðli sínu ákveðin mannfræði því sérhver staðhæfing um Guð
er á sama tíma staðhæfing um manninn. Hugleiðingar Páls um Guð gefa okkur
þannig innsýn í viðhorf hans til manna almennt séð. Guðfrœði fjallar því um
mannlega tilveru frá sjónarhóli almættisins.* 11 Guðfræðileg ritskýring er til-
vistarguðfrœði sem dregur fram á hvern hátt persónulegar aðstæður manna
eru mótaðar af guðlegri handanveru.12
Dæmi um hvernig Bultmann fléttar saman guðfræði og sagnfræði má sjá
af því hvernig hann nýtir sér tiltekin grundvallarstef trúarbragðasöguskólans
og gefur þeim aukna guðfræðilega vídd með því að tengja þau meginviðfangs-
efni Nýja testamentisins eins og hann skilur það.13 Þetta má sjá í umfjöllun
hans um formrýnina, í almennum söguskilningi hans og í umfjöllun hans um
10 „Die zeitgeschichtliche Exegese fragt: Was ist gesagt? und wir fragen statt dessen: Was
is ist gemeintV‘ („Das Problem einer theologischen Exegese des Neuen Testaments," bls.
254). Sbr. einnig athugasemd Bultmanns á bls. 258, „In Wahrheit gibt es keine neutrale
Exegese.“
11 Bultmann, Theologie des Neuen Testaments (9. útg. Upphafleg útg. 1948-53; Túbingen:
J.C.B. Mohr (Paul Siebeck), 1984), bls. 192, „Jeder Satz úber Gott ist zugleich ein Satz
úber den Menschen und umgekehrt. Deshalb und in diesem Sinne ist die paulinische
Theologie zugleich AnthropologieV Bultmann skilgreinir „guðfræði“ á eftirfarandi hátt:
„Denn Theologie bedeutet die begriffliche Darstellung der Existenz des Menchen als einer
durch Gott bestimmten." Sjá „Das Problem einer theologischen Exegese des Neuen
Testaments," bls. 272.
12 Varðandi áhrif tilvistarheimspekinnar á guðfræði Bultmanns nefni ég til upplýsingar að
Bultmann kenndi í Marburg 1921-1951. Martin Heidegger kom til Marburg 1922 og tókust
kynni með honum og Bultmann fljótlega eftir það. Varðaði rannsóknir á mannfrœði Nýja
testamentisins, sjá Udo Schnelle, „Neutestamentlich Anthropologie. Ein Forschungs-
bericht," ANRW 26.3 (Berlin/New York: Walter de Gruyter, 1996), bls. 2658-2714.
13 Þessi samruni er mjög meðvitaður hjá Bultmann. Sjá Theologie desNeuen Testaments, bls.
599-600, „Die in diesem Buch gegebende Darstellung der neutest. Theologie steht
einerseits in der Tradition der historisch-kritischen und religionsgeschichtlichen Forschung
und sucht andrerseits deren Fehler zu vermeiden, der in der Zerreissung von Denk- und
Lebensakt und daher in der Verkennung des Sinnes theologischer Aussage besteht." Bult-
mann segir að hann byggi hugmyndina um Lehensakt á umræðu Schlatter um den persön-
lichen Lebensstand, þar sem trúarlegur sjálfskilningur verður æ meir áberandi í persónu-
legum aðstæðum manna. Hér eru hugsun og hegðun samofin.