Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 18
Arnfríður Guðmundsdóttir
hana alla eins og hún kemur fyrir, eða að hafna henni. Schiissler Fiorenza
bendir á að andstætt goðsögulegri frumgerð leyfi sögulega fyrirmyndin gagn-
rýna endurskoðun ritningarinnar. Þess vegna leggur hún til að Biblían fái stöðu
sögulegrar fyrirmyndar, þar sem nútímakonur geti fundið til samkenndar með
konunum í Biblíunni, í baráttu þeirra fyrir réttlæti og frelsi.10
Það er einmitt reynsla kvenna af frelsisbaráttunni sem Schussler Fiorenza
vill gera að túlkunarfræðilegum mælikvarða á gagnrýna túlkun kvenna á ritn-
ingunni og að gengið sé út frá því að allt það sem vinnur á móti frelsun kvenna
undan kúgun og misnotkun geti ekki verið orð Guðs.* 11 Schíissler Fiorenza
staðsetur reynslu kvenna innan kvennakirkjunnar (ekklesia gynaikon), sem
hún skilgreinir sem hreyfingu kvenna og karla er vinnur að frelsun kvenna
og er óháð öllum kirkjulegum landamærum.12 Skuldbinding og köllun kvenna-
kirkjunnar mótast af samstöðu með þeim konum sem verst eru settar og búa
við þrennskonar kúgun, vegna kyns, kynþáttar og fátæktar.
Túlkunarmódel Schússler Fiorenzu
Tilgangur róttækrar endurskoðunar kvenna á ritum Biblíunnar er að rjúfa
þögnina sem ríkt hefur um þátttöku kvenna og jafnframt að binda enda á
ósýnileika þeirra. Mikilvægt er að slfk endurskoðun geri konum mögulegt að
finna til samsemdar með kynsystrum sínum til foma, bæði í aðstæðum sem
einkenndust af kúgun og ofbeldi, sem og í baráttu þeirra fyrir réttlæti og frelsi.
Til þess að ná fram þessum markmiðum hefur Schussler Fiorenza sett fram
fjórskipt túlkunarmódel, sem hefst með tortryggnis túlkunarfrœði (hermeneu-
tics of suspicion) og þróast síðan í túlkunarfrœði sem mótast af boðun
(hermeneutics of proclamation) og endurminningu (hermeneutics of remem-
brance) en endar í skapandi raungervingu (hermeneutics of creative actual-
ization).13 Við skulum nú hyggja að einstökum þrepum þessa módels.
10 Sama heimild, 13-15.
11 Sama heimild, xiii.
12 Schiissler Fiorenza talar í þessu sambandi um „self-identified women and women-
identified men“ (Bread Not Stone, 7-8).
13 Sjá Schiissler Fiorenza: Bread Not Stone, 15-22. í grein sinni „The Will to Choose or to
Reject: Continuing Our Critical Work“, hefur Schiissler Fiorenza bætt við fimmta stiginu,
sem erþróun guðfrœðilegrar túlkunarreglu fyrir mat á einstökum textum Biblíunnar. Telur
Schiissler Fiorenza mikilvægt að prófa alla texta Biblíunnar með tilliti til innihalds og
notkunar þeirra í frelsisbaráttu kvenna í sögu og samtíð. Mælikvarði á slíkt mat þarf, að
mati hennar, að byggjast á markvissri rannsókn á reynslu kvenna af undirokun og frelsun.
I þessu samhengi gagnrýnir hún túlkunaraðferðir sem annaðhvort leggja áherslu á einn
ákveðinn texta eða hefð innan ritningarinnar (á „kanón innan kanónsins“ í anda ný-rétt-
trúnaðarins og Karls Barths), eða á gagnrýnið samtal milli Biblíunnar og menningarsam-
16